spot_img

[Stikla] SKJÁLFTI Tinnu Hrafnsdóttur heimsfrumsýnd í Tallinn

Bresk-franska sölufyrirtækið Alief mun selja Skjálfta, fyrstu bíómynd Tinnu Hrafnsdóttur, á heimsvísu. Myndin verður heimsfrumsýnd 20. nóvember á Tallinn Black Nights hátíðinni í Eistlandi, en hér á landi í janúar á næsta ári. Stikla myndarinnar er komin út.

Skjálfti er byggð á skáldsögu Auðar Jónsdóttur, Stóra skjálfta. Minningar sem Sögu hafði tekist að bæla niður sem barn koma skyndilega upp á yfirborðið og neyða hana til að horfast í augu við sannleikann um sjálfa sig.

Tinna skrifar handrit og leikstýrir. Með helstu hlutverk fara Aníta Briem, Edda Björgvinsdóttir og Jóhann Sigurðarson. Hlín Jóhannesdóttir framleiðir fyrir Ursus Parvus. Tómas Örn Tómasson sér um kvikmyndatöku, Davíð Alexander Corno og Valdís Óskarsdóttir um klippingu, Páll Ragnar Pálsson og Eðvarð Egilsson um tónlist og Gunnar Árnason um hljóðhönnun. Helga Rós Hannam gerir búninga.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR