Bresk-franska sölufyrirtækið Alief mun selja Skjálfta, fyrstu bíómynd Tinnu Hrafnsdóttur, á heimsvísu. Myndin verður heimsfrumsýnd 20. nóvember á Tallinn Black Nights hátíðinni í Eistlandi, en hér á landi í janúar á næsta ári. Stikla myndarinnar er komin út.
Íslenska kvikmyndafélagið Artio ehf. og kanadíska sölufyrirtækið Attraction Distribution hafa gert samning um alheimssölu kvikmyndarinnar Skuggahverfið eftir Jón Einarsson Gústafsson og Karolina Lewicka. Samningurinn var gerður í framhaldi af Cannes markaðnum sem að þessu sinni fór fram í netheimum.