[Stikla] Attraction Distribution fer með heimssölu á SKUGGAHVERFINU

John Rhys-Davies í Skuggahverfinu.

Íslenska kvikmyndafélagið Artio ehf. og kanadíska sölufyrirtækið Attraction Distribution hafa gert samning um alheimssölu kvikmyndarinnar Skuggahverfið eftir Jón Einarsson Gústafsson og Karolina Lewicka. Samningurinn var gerður í framhaldi af Cannes markaðnum sem að þessu sinni fór fram í netheimum.

Skuggahverfið (Shadowtown) fjallar um unga Kanadíska konu sem erfir gamalt hús í Skuggahverfinu eftir ömmu sem hún hafði aldrei hitt og vissi ekki að væri til. Fljótlega kemur í ljós að vafasamir aðilar vilja komast yfir húsið og byggja háhýsi á verðmætri lóðinni. Þeir reyna með öllum ráðum að flæma ungu konuna úr húsinu með því að kveikja í því en dularfull öfl koma konunni til bjargar.

Í myndinni leika meðal annars vestur-íslenska leikkonan Brittany Bristow, breski leikarinn John Rhys-Davies sem þekktastur er fyrir að leika Gimli í Hringadrottinssögu, Edda Björgvinsdóttir, Kolbeinn Arnbjörnsson, Atli Óskar Fjalarsson, Rúnar Freyr Gíslason, Ingamaría Eyjólfsdóttir, Erla Ruth Harðardóttir, Valgeir Skagfjörð og Bryndís Petra Bragadóttir. Myndin er samframleiðsla milli Íslands og Kanada. Íslensku framleiðendurnir eru Artio ehf. og Hlín Jóhannesdóttir hjá Ursus Parvus. Kanadíski meðframleiðandi myndarinnar er Leif Bristow og yfir-framleiðandi er Andreas Atzwanger og Neos Film.

Hægt er að sjá stiklu myndarinnar hér að neðan:

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR