Almennar sýningar á heimildamyndinni Hvunndagshetjur eftir Magneu Björk Valdimarsdóttur hefjast í dag.
Fjórar konur – Karolina Von Mrozik Gliszczynska, Ayse Ebru Gurdemir, Maria Victoria Ann Campbell og Zineta Pidzo Čogić – eiga það sameiginlegt að hafa búið á Íslandi í tuttugu ár. Fæddar í Bosníu, Jamaíku, Póllandi og Tyrklandi – allar hafa þær sína sögu af því hvað leiddi þær hingað.