Ásgeir Sigurðsson gerir þáttaröðina GESTI fyrir Sjónvarp Símans

Stefnt er að tökum síðsumars á þáttaröðinni Gestir fyrir Sjónvarp Símans. Ásgeir Sigurðsson (Harmur) leikstýrir, skrifar handrit og fer með aðalhlutverk ásamt því að vera einn framleiðenda.

Þáttaröðinni flokkast undir sci-fi kómedíu að sögn Ásgeirs, sem lýsir sögunni svo:

„Einnar nætur gaman fer úrskeiðis þegar þátttakendurnir átta sig á því morguninn eftir að líkamar þeirra hafa víxlast.“

Halldór Ísak Ólafsson og Aron Ingi Davíðsson framleiða fyrir Ljós Films ásamt Ásgeiri og Antoni Karli Kristensen, sem einnig er tökumaður þáttanna. Anton var tilnefndur til Eddunnar í fyrra fyrir kvikmyndatöku bíómyndarinnar Harmur.

Áætlað er að sýningar hefjist á þáttunum í Sjónvarpi Símans Premium á næsta ári.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR