REinvent Studios kynnir „Pabbahelgar“ og „Venjulegt fólk“ á MIPTV

Nanna Kristín Magnúsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson í Pabbahelgum.

Norræna dreifingarfyrirtækið REinvent Studios mun kynna þáttaraðirnar Pabbahelgar og Venjulegt fólk á MIPTV kaupstefnunni.

Nanna Kristín Magnúsdóttir fer með aðalhlutverkið, skrifar handritið og leikstýrir Pabbahelgum ásamt Marteini Þórssyni. Þættirnir, sem verða sýndir á RÚV í haust, eru sex talsins. Zik Zak framleiðir.

Þáttaröði Venjulegt fólk var sýnd í Sjónvarpi Símans í fyrra og hlaut tilnefningu til Edduverðlauna. Vala Kristín Eiríksdóttir og Júlíana Sara Gunnarsdóttir skrifðu þættina og fara með aðalhlutverk. Fannar Sveinsson leikstýrir og Glassriver framleiðir.

Sjá nánar hér: REinvent Studios adds Icelandic series to MIPTV slate

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR