spot_img

[Stikla] Þáttaröðin GESTIR í Sjónvarpi Símans frá 14. febrúar

Þáttaröðin Gestir í leikstjórn Ásgeirs Sigurðssonar er væntanleg í Sjónvarp Símans 14. febrúar næstkomandi. Stikla verksins er komin út.

Ásgeir fer jafnframt með aðalhlutverk ásamt Diljá Pétursdóttur.

Þáttaröðinni er svo lýst:

„Einnar nætur gaman fer úrskeiðis þegar þátttakendurnir átta sig á því morguninn eftir að líkamar þeirra hafa víxlast.“

Ásgeir skrifar einnig handrit og fer með aðalhlutverk ásamt því að vera einn framleiðenda ásamt Halldóri Ísak Ólafssyni, Aron Inga Davíðssyni og Antoni Karli Kristensen, sem einnig er tökumaður þáttanna.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR