HINN SAKLAUSI opnunarmynd Frönsku kvikmyndahátíðarinnar

Franska kvikmyndahátíðin verður haldin í tuttugasta og fjórða skiptið í Bíó Paradís dagana 19. til 28. janúar.

Opnunarmyndin er kómedían Hinn saklausi (L’innocent) eftir Louis Garrel sem sló hressilega í gegn í Frakklandi. Við fylgjumst með Abel sem kemst að því að móðir hans er í þann mund að fara giftast fanga sem er að losna úr fangelsi. Hann tekur því vægast sagt illa og reynir allt til þess að afstýra sambandinu. Þangað til að hann hittir nýja stjúpföður sinn, þá breytist allt…

Klassíkin að þessu sinni er költmyndin Léon eftir Luc Besson, með Jean Reno, Natalie Portman og Gary Oldman í aðalhlutverkum. Óvenjulegt samband myndast þegar leigumorðinginn Léon tekur hina 12 ára gömlu Mathildu í læri eftir að fjölskylda hennar er myrt.

Hátíðin er haldin í samstarfi við franska sendiráðið á Íslandi og Alliance Francaise de Reykjavík.

Dagskrá og sýningartíma má skoða hér.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR