ÍSLAND: BÍÓLAND – þegar Íslenska kvikmyndasamsteypan var hryggjarstykkið í íslenskri kvikmyndagerð

Á seinni hluta tíunda áratugarins var Íslenska kvikmyndasamsteypan einskonar miðstöð íslenskrar kvikmyndagerðar. Um þetta er fjallað í fimmta þætti heimildaþáttaraðarinnar Ísland: bíóland sem kallast Tími Íslensku kvikmyndasamsteypunnar og er á dagskrá RÚV sunnudag kl. 20:20.

Á síðari hluta tíunda áratugarins eru Friðrik Þór og Íslenska kvikmyndasamsteypan alltumlykjandi. Á þessum tíma gerði Friðrik tvær myndir, Djöflaeyjuna og Engla alheimsins, sem báðar hafa einstakan sess í sögu íslenskra kvikmynda. Á sama tíma varð Íslenska kvikmyndasamsteypan einskonar hryggjarstykki íslenskrar kvikmyndagerðar og kom að framleiðslu mikils meirihluta mynda.

Fjallað er um þessi verk í þættinum:

Djöflaeyjan
Englar alheimsins
Blossi / 810551
Perlur og svín
María
Óskabörn þjóðarinnar
Draumadísir
Stikkfrí
Íkingút
Myrkrahöfðinginn
Dansinn
Ungfrúin góða og húsið
Fíaskó
Íslenski draumurinn
101 Reykjavík

Viðmælendur í fimmta þætti eru (í stafrófsröð):

Ari Kristinsson
Ágúst Guðmundsson
Árni Páll Jóhannsson
Árni Þórarinsson
Ásdís Thoroddsen
Baltasar Kormákur
Einar Kárason
Einar Már Guðmundsson
Friðrik Þór Friðriksson
Gísli Snær Erlingsson
Guðný Halldórsdóttir
Hilmir Snær Guðnason
Hrönn Kristinsdóttir
Ingvar E. Sigurðsson
Jannike Åhlund
Jóhann Sigmarsson
Júlíus Kemp
Óskar Jónasson
Ragnar Bragason
Ragnhildur Gísladóttir
Róbert Douglas
Skúli Malmquist
Tinna Gunnlaugsdóttir
Þórir Snær Sigurjónsson

Ísland: bíóland er þáttaröð í tíu hlutum um sögu íslenskra kvikmynda frá byrjun tuttugustu aldar til og með 2019. Hver þáttur tekur ákveðið tímabil fyrir, þar sem fjallað er um kvikmyndir þess tíma og valdir kaflar sýndir úr þeim. Farið er yfir inntak þeirra, áherslur, nálgun og aðstæðurnar sem þær eru gerðar í.

Vel á annað hundrað viðmælendur koma fram í þáttunum – leikstjórar, framleiðendur, handritshöfundar, leikarar og aðrir kvikmyndagerðarmenn auk fjölmargra innlendra og erlendra kvikmyndasérfræðinga.

Ásgrímur Sverrisson leikstýrir þáttaröðinni, skrifar handrit og er þulur. Framleiðendur eru Guðbergur Davíðsson, Örn Marinó Arnarson og Þorkell Harðarson. Sunna Gunnlaugs semur tónlist, Konráð Gylfason sér um litgreiningu og samsetningu, Örn Marinó Arnason stjórnar kvikmyndatöku, Hallur Ingólfsson vinnur hljóð og Thank You gerir grafík.

Þættirnir eru framleiddir af Kvikmyndasögum ehf, en RÚV er meðframleiðandi. Þeir eru gerðir í samvinnu við Kvikmyndasafn Íslands. Kvikmyndamiðstöð Íslands styrkir verkefnið sem og Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið.

Rétt er að taka fram að ritstjóri Klapptrés er jafnframt leikstjóri þessarar þáttaraðar.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR