Fjöldi sérviðburða á RIFF

riff_lundinn_2015-cropFjöldi sérviðburða verður á RIFF í ár eins og jafnan. Hér er listi yfir þá helstu eftir dögum*. Hér er hlekkur á alla viðburði.

 

LAUGARDAGUR 26. SEPT.

17:30 Bíó Paradís

Speed Sisters Q&A

‘Speed Sisters’ (2015) er heimildarmynd um fimm palestínskar konur sem keppa í kappakstri á Vesturbakkanum. Amber Fares, leikstjóri myndarinnar, kemur til landsins og ræðir myndina, Palestínu og stöðu palestínskra kvenna við Bryndísi Silju Pálmadóttur, stjórnarkonu í Íslandi-Palestínu og Arnar Gíslason kynjafræðing að sýningu lokinni. Viðburðurinn er haldinn í samvinnu við samtökin Ísland-Palestína.

SUNNUDAGUR 27. SEPT.

14:00-18:00 Molinn, Hábraut 2, Kópavogi

Kvikmyndakommúnan / Vinnusmiðja

Kvikmyndakommúnan býður upp á opna kennslustund og kynningu á starfi sínu. Um er að ræða nýstofnað samfélag upprennandi kvikmyndagerðarmanna sem veitir ókeypis menntun og hvatningu. Lára Marteinsdóttir kvikmyndagerðarmaður kennir.

MÁNUDAGUR 28. SEPT.

13.00-16.00 í Norræna húsinu.

Er íslensk kvikmynd góð fjárfesting? – Pallborðsumræður

Fundarstjóri: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs Samtaka atvinnulífsins.

Þátttakendur: Grímar Jónsson, Heiðar Guðjónsson, Gísli Gíslason, Agnes Johansen, Baltasar Kormákur, Rob H. Aft og Rakel Garðarsdóttir.

21.10-21.40 Bíó Paradís

Q&A með Margarethe Von Trotta, heiðursgesti RIFF

Eftir sýningu myndarinnar Die Abhandene Welt (sýnd kl.19:30)

(ATH! Þessi viðburður er eingöngu fyrir bíógesti – ekki er hægt að koma bara á Q&A.)

20:00 Loft Hostel

Haltu kjafti & skrifaðu handrit

Fólki er boðið að koma hugmynd á blaði eða skrifa handrit í þögn í eina klukkustund. Handritshöfundurinn Margrét Örnólfsdóttir verður með kynningu á handritaskrifum og ræðir við gesti að skrifum loknum.

ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPT.

15.00-17.00 í Norræna húsinu.

Meistaraspjall með leikstjóranum Margreth Von Trotta, heiðursgesti RIFF

Umræðustjóri: Elísabet Ronaldsdóttir, klippari/kvikmyndagerðarkona.

 19.30-20.00 Háskólabíó

Q&A með David Cronenberg, heiðursgesti RIFF

Eftir sýningu myndarinnar Crash (sýnd kl.18:00)

(ATH! Þessi viðburður er eingöngu fyrir bíógesti – ekki er hægt að koma bara á Q&A.)

21.40-22.10 Bíó Paradís

Q&A með Margarethe Von Trotta, heiðursgesti RIFF

Eftir sýningu myndarinnar Rosenstrasse (sýnd kl.19:30)

(ATH! Þessi viðburður er eingöngu fyrir bíógesti – ekki er hægt að koma bara á Q&A.)

MIÐVIKUDAGUR 30. SEPT.

13.00-15.00 í hátíðarsal Háskóla Íslands

Masterklassi með leikstjóranum David Cronenberg heiðursgesti RIFF.

Umræðustjóri: Marteinn Þórsson, leikstjóri.

17:00-18:30 Gerðarsafn í Kópavogi

Culture.pl og RIFF kynna:

Pólskar hreyfimyndir / POLISH ANIMATION

Wojtek Wawszczyk og Zofia Scislowska frá pólsku hreyfimyndasamtökunum kynna verk á sviði hreyfimynda og tæknibrellna. Þau sýna fjórar myndir: ‘Ziegenort,’ ‘Hipopotamy,’ ‘The Lost Town of Switez’ og ‘Chick.’

20:00 Tjarnarbíó

Þáttöku- og kvikmyndasýning SUFFERROSA

Sýning á ‘Sufferrosa’ eftir The Kissinger Twins. Spurt og svarað (Q&A) að sýningu lokinni.

16:00 Gerðarsafn í Kópavogi

Culture.pl og RIFF kynna:

Pólsk Kvikmynda- og myndlist

‘The Performer’ er listasýning í formi kvikmyndar sem byggir á lífi gjörningalistamannsins Oskar Dawicki, sem leikur sjálfan sig.

FIMMTUDAGUR 1. OKT.

12.00-14.00 í Norræna húsinu

Að velja á kvikmyndahátíð: Pallborðsumræður

Stjórnandi: Helga Stephenson, fyrrum stjórnandi kvikmh. í Toronto

Þátttakendur: Arnaud Gourmelen, dagskrárstjóri fyrir Director’s Fortnight flokkinn á Cannes, Fredrick Boyer, stjórnandi Tribeca kvikmyndahátíðarinnar, Piers Handling, framkvæmdastjóri Toronto kvikmyndahátíðarinnar

Giorgio Gosetti, stjórnandi Venice Days dagskrárinnar á kvikmhátíðinni í Feneyjum og dagskrárstjóri RIFF.

18:00 í Norræna Húsinu

Meistaraspjall / KISSINGER TWINS

Kissinger Twins fjalla um listsköpun sína og sín helstu verk frá árinu 2002. Á meðal verka eru Sufferrosa, The Trip, Forget Me Not og The Network is Watching.

21.30-22.30 Háskólabíó

Q&A með David Cronenberg

Eftir sýningu myndarinnar The Fly (myndin er sýnd kl.20:15)

(ATH! Þessi viðburður er eingöngu fyrir bíógesti – ekki er hægt að koma bara á Q&A.)

FÖSTUDAGUR 2. OKT.

13.00-15.00 í Norræna húsinu

Dönsk kvikmyndagerð – pallborðsumræður

Stjórnandi: Charlotte Böving, leikkona.

Þátttakendur: Jesper Morthorst, framleiðandi Silent Heart, Mikkel Jersin framleiðandi Þrasta, Rúnar Rúnarsson, leikstjóri Þrasta.

16.00-18.00 á Center hotel Plaza v/ Ingólfstorg

Kynning á íslenskum kvikmyndatónskáldum

Atli Örvarsson kvikmyndatónskáld með Q&A

Stjórnandi/spyrill: Gunnar Hansson, leikari og leikstjóri.

Að auki verða Q&A eftir u.þ.b. 50 myndir á hátíðinni. Athugið að dagskráin gæti breyst vegna óviðráðanlegra orsaka en hún verður uppfærð eins oft og mögulegt er.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR