spot_img

“The Fifth Estate”: handritinu lekið, Egill Helgason lofar Assange

Úr The Fifth Estate: Benedikt Cumberbatch og  Daniel Brühl á kunnuglegum stað. Brühl lék á sínum tíma í Kóngavegi Valdísar Óskarsdóttur.
Úr The Fifth Estate: Benedikt Cumberbatch og Daniel Brühl á kunnuglegum stað. Brühl lék á sínum tíma í Kóngavegi Valdísar Óskarsdóttur.

Wikileaks hefur (nema hvað?) lekið handriti kvikmyndarinnar The Fifth Estate, sem mynduð var að hluta hér á landi og verður frumsýnd 18. október næstkomandi. Wikileaks segir þessa útgáfu handritsins frá seinni hluta tökutímabils myndarinnar og að þar séu að finna ýmsar grófar rangfærslur.

Lesa má athugasemdir Wikileaks hér og handritið sjálft hér.

Jakob Bjarnar Grétarsson blaðamaður fjallar um málið á Visir.is í dag. Hann segir Birgittu Jónsdóttur þingmann nefnda 55 sinnum í handritinu og bendir sérstaklega á þátt Egils Helgasonar sem leikur sjálfan sig í myndinni. Jakob segir að hlutverk Egils virðist nokkuð stórt og felist einkum í því að “hylla Assange og lofa fyrir ómetanlegt starf hans fyrir Íslands hönd.”

Ekki er að sjá á handritinu að hlutverk Egils sé “nokkuð stórt” en hér má sjá umtalaðan kafla þar sem Egill kemur við sögu.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR