Einar Heimisson sagnfræðingur, rithöfundur og kvikmyndahöfundur hefði orðið fimmtugur í dag, en hann lést aðeins 31 árs að aldri 1998. Hans verður minnst í kvöld í Seltjarnarneskirkju kl. 20, þar sem meðal annars verður frumsýnd ný heimildamynd um hann og verk hans, Undur einnar stundar, sem Kristrún Heimisdóttir systir Einars og Karl Lilliendahl kvikmyndagerðarmaður hafa gert. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis.
Ýmsir hafa tjáð sig um RÚV-skýrsluna svokölluðu sem birt var í dag. Meðal þeirra sem tjá sig eru Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra, Mörður Árnason varaþingmaður, Egill Helgason í Silfur-dálki sínum, Orðið á götunni, ritstjórn Kjarnans og þingmennirnir Róbert Marshall og Vigdís Hauksdóttir.
"Verðuga" myndin vann, segir Egill Helgason í umfjöllun sinni um Óskarsverðlaunin sem afhent voru í nótt. Hann kallar 12 Years a Slave miðlungsmynd og segir að eftir nokkur ár eigi menn eftir að furða sig á því að hún hafi verið verðlaunuð.
Egill Helgason minnist hins nýlátna danska leikstjóra Gabriel Axel (Gestaboð Babettu) og rifjar meðal annars upp kvikmyndina Rauðu skikkjuna (Hagbard og Signe) sem gerð var hér á landi á sjöunda áratug síðustu aldar.
Wikileaks hefur (nema hvað?) lekið handriti kvikmyndarinnar The Fifth Estate, sem mynduð var að hluta hér á landi og verður frumsýnd 18. október næstkomandi....