“Noah”: skrítinn hrærigrautur eða stórfengleg?

Poster-Noah-AronofskyEgill Helgason fjallar um Noah eftir Darren Aronovsky á vef sínum og finnst lítið til koma.

Egill segir meðal annars:

Það er sagt að sumar myndir séu svo vondar að þær verði næstum góðar. Sennilega þá vegna þess að það er sérstæð upplifun að horfa á þær.

Noah fer næstum í þann flokk. Sumt í myndinni er svo skrítið að það er hérumbil gaman að horfa á það. En svo ná ómenguð leiðindin yfirhöndinni. Líklega hefur höfundur myndarinnar talið sig vera að gera eitthvað stórt, meiningarfullt og listrænt, en áhorfendur í salnum í Laugarásbíói í kvöld voru farið að flissa vandræðalega þegar leið á myndina. Það heyrðust feginsandvörp þegar myndinni lauk með eins konar ásatrúarbrúðkaupi úti í íslenskri náttúru.

Já, einmitt, íslenska landslagið sem þarna er áberandi – það bjargar ekki neinu. Þetta er mjög vond mynd.

Sjá nánar hér: Skrítinn hrærigrautur « Silfur Egils.

Lilja Katrín Gunnarsdóttir á Vísi/Fréttablaðinu tekur í töluvert annan streng:

Þessi mynd er í einu orði sagt stórfengleg. Stuttu eftir að hún hófst gleymdi ég að um ævaforna biblíusögu væri að ræða og varð spennt að vita hvernig saga færi að lokum – þótt ég vissi það upp á hár. Undir niðri kraumar svo afar hárfínn áróður fyrir umhverfisvernd. Þar dansar Darren á línunni og leysir það listavel. Aldrei verður áróðurinn fráhrindandi eða óbærilegur. Hann hins vegar, tvinnaður saman við klassísk þemu sögunnar, verður til þess að myndin espar upp tilvistarangist mína eins og félagi minn orðaði það svo meistaralega vel.

Sjá nánar hér: Í einu orði sagt stórfengleg

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR