Benedikt Árnason látinn

RÁÐHERRANN, þáttur 6: Íslenski draumurinn: Að fúnkera aðeins of vel

Ásgeir H. Ingólfsson fjallar um sjötta þátt Ráðherrans á vef sínum Menningarsmygl.

Lilja Alfreðsdóttir: Jafnrétti haft að leiðarljósi í kvikmyndastefnu

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að jafnréttismál hafi verið höfð að leiðarljósi við gerð nýrrar kvikmyndastefnu, en samtök kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi gagnrýna að ekki sé nóg gert til að jafna hlut kynjanna í stefnunni og að tímasettar aðgerðir á því sviði vanti.

Dómnefnd velur Óskarsframlagið í ár

Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna í flokknum "besta alþjóðlega myndin" (Best International Feature Film) verður valið af til þess skipaðri dómnefnd í ár. Áður kusu meðlimir ÍKSA um framlag Íslands.

Bíó Paradís vinnur að stofnun eigin streymisveitu

Í dag hefst norræn kvikmyndaveisla í Bíó Paradís í tilefni af kvikmyndaverðlaunum Norðurlandaráðs. Hægt verður að nálgast allar tilnefndar myndir á vef kvikmyndahússins en þar er unnið hörðum höndum að því að koma á fót streymisveitu.

RÁÐHERRANN, þáttur 5: Forsætisráðherrann gegn kerfinu

Ásgeir H. Ingólfsson heldur áfram að skrifa um Ráðherrann og fjallar nú um fimmta þátt á vef sínum Menningarsmygl.

Benedikt Árnason (brot úr plakati kvikmyndarinnar Okkar á milli.
Benedikt Árnason (brot úr plakati kvikmyndarinnar Okkar á milli.

Benedikt Örn Árnason leikari og leikstjóri er látinn, 82 ára að aldri.

Benedikt fæddist 1931 og ólst upp í Reykjavík. Hann lauk námi í leiklist við Central School of Speech and Drama í London 1954.

Hann hóf feril sinn hjá Leikfélagi Reykjavíkur en réðst síðan til Þjóðleikhússins. Leikstjórnarferill hans í leikhúsinu hófst á síðari hluta sjötta áratugsins. Hann var einn helsti leikstjóri Þjóðleikhússins um áratugaskeið og setti upp á sjötta tug verka á 34 ára tímabili.

Benedikt leikstýrði mörgum sjónvarpsleikritum á upphafsárum Sjónvarpsins, meðal annars Jóni gamla eftir Matthías Johannessen, sem var fyrsta leikritið sem Sjónvarpið tók upp. Þá var hann aðstoðarleikstjóri í nokkrum kvikmyndum m.a. Rauðu skikkjunni og 79 af stöðinni, en það mun meðal annars hafa verið fyrir hans tilverknað og milligöngu að Edda-film og ASA-film frá Danmörku ákváðu að vinna síðarnefnda verkefnið sem markaði tímamót á sínum tíma í gerð íslenskra kvikmynda.

Benedikt lék nokkur hlutverk í kvikmyndum og sjónvarpi og þá ekki síst í myndum Hrafns Gunnlaugssonar; aðalhlutverkin í sjónvarpsmyndinni Vandarhögg og einnig bíómynd Hrafns, Okkar á milli. Þá lék hann smærri hlutverk í Myrkrahöfðingjanum, Skilaboðum til Söndru, Desember og Skrapp út, sem og í sjónvarpsþáttaröðunum Allir litir hafsins eru kaldir, Nonna og Manna, Hæ Gosa og Rétti 2.

Vandarhögg eftir Hrafn Gunnlaugsson er til sýnis á YouTube, sett þar inn af leikstjóranum sjálfum. Hana má sjá hér að neðan.

Athugasemdir

álit

SKYLT EFNI:

Endurgreiðslan er fjárfesting sem skilar arði

Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins, segir í grein í Kjarnanum að endurgreiðslur til kvikmyndagerðar séu arðbær fjárfesting og að Íslendingar eigi að sækjast eftir því að fá fleiri kvikmyndastjörnur á borð við Vin Diesel til landsins.

Eiríkur Ragnarsson: Af hverju gaf ríkið Vin Diesel og félögum einu sinni 500 milljónir?

Eiríkur Ragnarsson (Eikonomics) fer yfir ýmsar hliðar endurgreiðslukerfisins í grein í Kjarnanum. "Þegar allt er skoðað saman er lík­lega alveg hægt að fara verr með almanna­fé," segir Eiríkur meðal annars, en bætir við að einnig þurfi að ganga úr skugga um að þetta fjármagn skili samfélaginu hæstu ávöxtun.

Athugasemdir

álit