Andlát | Bryndís Pétursdóttir 1928-2020

Bryndís Pétursdóttir leikkona lést 21. sept­em­ber síðastliðinn, tæplega 92 ára að aldri. Hún átti nær hálfrar aldar feril hjá Þjóðleikhúsinu en var jafnframt fyrsta íslenska leikkonan til að fara með burðarhlutverk í bíómynd.

Bryndís er fædd 22. sept­em­ber 1928. Hún fór með hlutverk Sigrúnar, kærustu Ingvars (Gunnar Eyjólfsson) í fyrstu íslensku kvikmyndinni í fullri lengd, Milli fjalls og fjöru (1949) eftir Loft Guðmundsson. Tveimur árum síðar fór hún með aðalhlutverkið í Niðursetningnum (1951) sem Loftur gerði einnig, en þar lék hún Dóru, unga stúlku sem komið hefur verið fyrir á bæ einum, þar sem hún má sæta áreitni og ofbeldi bóndasonarins Snæa (Jón Aðils).

Bryndís og Gunnar Eyjólfsson í Milli fjalls og fjöru.

Geislaði af henni í báðum þessum hlutverkum, en löngu síðar tók hún að sér stórt hlutverk af allt öðrum toga í sjónvarpsmyndinni Vandarhögg (1980) eftir Hrafn Gunnlaugsson.

Hrafn hefur sett myndina á YouTube og má skoða hana hér.

Sjá nánar hér: Bryndís Pétursdóttir leikkona látin – Þjóðleikhúsið

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR