AGNES í sýningar á ný

Í tilefni 25 ára afmælis kvikmyndarinnar Agnes (1995) eftir Egil Eðvarðsson munu Sambíóin sýna endurbætta útgáfu myndarinnar frá næsta föstudegi.

Myndin er byggð á sönnum atburðum. Agnes er ung vinnukona í vist á setri sýslumanns. Hún býr yfir frjálslegu fasi og fegurð sem vekur bæði fýsn og fordóma yfirboðara hennar. Hún fellur fyrir Natani Ketilssyni sem er djarftækur kvennamaður og sjálfmenntaður lyflæknir. Dramatísk samskipti aðalpersónanna þriggja, Agnesar, Natans og sýslumanns, hrinda af stað örlagaþrunginni atburðarás, þar sem ástarsamband breytist í martröð ofbeldis og tortímingar.

Egill Eðvarðsson leikstýrði myndinni. Jón Ásgeir Hreinsson og Snorri Þórisson skrifuðu handrit en Snorri framleiddi einnig myndina og var tökumaður hennar. Steingrímur Karlsson klippti og Gunnar Þórðarson gerði tónlist. Leikmynd var í höndum Þórs Vigfússonar og Helga I. Stefánsdóttir gerði búninga. Þorbjörn Ágúst Erlingsson sá um hljóð.

María Ellingsen, Baltasar Kormákur og Egill Ólafsson fóru með aðalhlutverkin.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR