Heim Saga Gabriel Axel og "Rauða skikkjan"

Gabriel Axel og „Rauða skikkjan“

-

rauða skikkjan 1967 gabriel axel
Gitte Hænning og Oleg Vidov í Rauðu skikkjunni.

Egill Helgason minnist hins nýlátna danska leikstjóra Gabriel Axel (Gestaboð Babettu) og rifjar meðal annars upp kvikmyndina Rauðu skikkjuna (Hagbard og Signe/Den röde kappe) sem gerð var hér á landi á sjöunda áratug síðustu aldar.

Egill segir meðal annars:

Flestir eru sennilega búnir að gleyma því en Gabriel Axel tengist íslenskri kvikmyndagerð á tíma þegar hún var nánast ekki til. Hann leikstýrði kvikmyndinni Rauðu skikkjunni sem var tekin upp á Íslandi og frumsýnd 1967. Þetta var stórmynd, sameiginleg framleiðsla Nordisk film og Sovétmanna. Hinn íslenski framleiðsluaðili myndarinnar var Edda Film, og Íslendingar fóru með nokkur hlutverk, meðal annarra Gísli Alfreðsson, Flosi Ólafsson og Borgar Garðarson.

Aðalhlutverkin léku Rússinn Oleg Vidov, danska ungstirnið Gitte Hænning (sú sem söng Ich will einen Cowboy als Mann) og stórleikarinn sænski Gunnar Björnstrand, sem lék í mörgum frægustu myndum Ingmars Bergman.

Hér má sjá nakta karlmenn í atriði úr Rauðu skikkjunni. Meðal þeirra sem bregður fyrir eru áðurnefndir Gísli og Borgar.

Sjá nánar hér: Naktir íslenskir karlar í kvikmynd Gabriels Axel « Silfur Egils.

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

Framsókn vill hækka endurgreiðslur í 35% og tífalda veltu

Stór tæki­færi fel­ast í því að styðja enn frek­ar við kvik­mynda­gerð í land­inu og hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni, segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Íslendingar að verða undir í samkeppni um þjónustuverkefni

Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.

Wonder Woman, Ísland og framtíðin

Warner Bros. hefur tilkynnt að Wonder Woman 1984 verði frumsýnd samtímis í kvikmyndahúsum og á streymisveitu þeirra, HBO Max, þann 25. desember næstkomandi. Þetta eru enn ein tímamótin í sögu kvikmyndanna sem heimsfaraldurinn hefur ýtt undir. Hvað gæti þetta þýtt fyrir íslenskar kvikmyndir?

Netflix, RÚV og ZDF á bakvið ÓFÆRÐ 3

Netflix, RÚV og ZDF, ein stærsta sjónvarpsstöð Þýskalands, koma að framleiðslu þriðju syrpu þáttaraðarinnar Ófærð, sem nú kallast Entrapped. Tökur standa yfir.