Yfir 4.500 manns á “Lífsleikni Gillz” opnunarhelgina

Egill Einarsson fer með aðalhlutverkið í Lífsleikni Gillz.
Egill Einarsson fer með aðalhlutverkið í Lífsleikni Gillz.

Kvikmyndin Lífsleikni Gillz, sem frumsýnd var í Sambíóunum síðastliðinn föstudag, gekk afar vel á frumsýningarhelginni en þá sóttu hana rúmlega 4.500 manns. Þetta er stærsta opnunarhelgi íslenskrar kvikmyndar síðan Djúpið var frumsýnd 2012.

Myndinni er leikstýrt af Hannesi Þór Halldórssyni fyrir framleiðslufyrirtækið Stórveldið. Með aðalhlutverk fer Egill Einarsson, en meðal annarra sem fram koma í myndinni eru Þorsteinn Guðmundsson, Pétur Jóhann Sigfússon, Hilmar Guðjónsson, Hannes Óli Ágústsson, Andri Freyr Viðarsson, Auðunn Blöndal, Aron Pálmarsson, Magnús Bess, Ívar Guðmundsson, Arnar Grant og Arnar Gunnlaugsson.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR