„Svona er Sanlitun“ í almennar sýningar 7. október

Úr Svona er Sanlitun.
Úr Svona er Sanlitun.

Svona er Sanlitun (This is Sanlitun), nýjasta mynd Róberts Douglas, verður frumsýnd 26. september sem opnunarmynd RIFF í ár en almennar sýningar hefjast síðan á henni þann 7. október eða strax að RIFF hátíðinni lokinni. Sena dreifir myndinni.

Myndin segir af Ameríkananum Gary sem staddur er í Beijing til að láta stóra drauma rætast, en eftir að hafa mistekist að sjarmera Kínverja í viðskiptum snýr hann sér að enskukennslu og kynnist Ástralanum Frank sem býðst til að leggja honum lífreglurnar um kínverska siði og háttu. Smám saman kemur þó í ljós að raunverulega ástæðan fyrir komu Garys til Kína er að ná aftur sambandi við kínverska konu sína og barn þeirra.

Myndin var alheimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR