spot_img

Island of Football ætlar að safna þrjúhundruð þúsund áskrifendum á YouTube

island-of-footballIsland of Football kallast rás á YouTube þar sem fjallað er um fótbolta og allt honum tengt af gamansamri alvöru. Þorsteinn Bachmann leikari bregður sér þar í hlutverk ástríðufulls fótboltaunnanda en Róbert Douglas leikstjóri er á bakvið tjöldin þó honum bregði einnig stundum fyrir. Hér er skemmtilegt viðtal Þorsteins við Ingvar Þórðarson framleiðanda sem bendir þeim á að ekki dugi að vera með aðeins 300 áskrifendur, þeir þurfi að vera að minnsta kosti þúsund sinnum fleiri.

Rásina má finna hér og Facebook síðan þeirra er hér.

Af einhverjum ástæðum er Ingvar kallaður Júlíus – en hér er viðtalið:

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR