HeimEfnisorðRóbert Douglas

Róbert Douglas

Róbert Douglas ráðinn kvikmyndaráðgjafi

Róbert Ingi Douglas leikstjóri og handritshöfundur hefur verið ráðinn sem kvikmyndaráðgjafi hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Á sama tíma var gengið frá ráðningu Önnu Maríu Karlsdóttur framleiðanda, sem hefur starfað sem kvikmyndaráðgjafi hjá KMÍ í tímabundinni stöðu frá því í júní á þessu ári. Þá hefur Svava Lóa Stefánsdóttir verið ráðin í starf skrifstofumanns og hóf störf í október.

Island of Football ætlar að safna þrjúhundruð þúsund áskrifendum á YouTube

Island of Football kallast rás á YouTube þar sem fjallað er um fótbolta og allt honum tengt af gamansamri alvöru. Þorsteinn Bachmann leikari bregður sér þar í hlutverk ástríðufulls fótboltaunnanda en Róbert Douglas leikstjóri er á bakvið tjöldin þó honum bregði einnig stundum fyrir. Hér er skemmtilegt viðtal Þorsteins við Ingvar Þórðarson framleiðanda sem bendir þeim á að ekki dugi að vera með aðeins 300 áskrifendur, þeir þurfi að vera að minnsta kosti þúsund sinnum fleiri.

„Svona er Sanlitun“ dreift í Kína

Róbert Douglas tilkynnir á Facebook síðu sinni að hann hafi undirritað samning um dreifingu myndar sinnar Svona er Sanlitun (This is Sanlitun) í Kína.

Djöflaeyjan: „Svona er Sanlitun“ nær ekki flugi

Bergsteinn Sigurðsson kvikmyndagagnrýnandi og Jón Karl Helgason bókmenntafræðingur gagnrýna kvikmyndina Svona er Sanlitun eftir Róbert Douglas í Djöflaeyjunni á RÚV. Bergsteinn segir persónur viðkunnanlegar en...

„Svona er Sanlitun“ fær þrjár stjörnur hjá Morgunblaðinu

"Frásögnin er í heildina flæðandi en þó misjafnlega fyndin, myndin rokkar á milli þess að vera í besta falli brosleg yfir í að vera sprenghlægileg" segir Helgi Snær Sigurðsson í gagnrýni sinni um myndina.

„Svona er Sanlitun“ í almennar sýningar 7. október

Svona er Sanlitun (This is Sanlitun), nýjasta mynd Róberts Douglas, verður frumsýnd 26. september sem opnunarmynd RIFF í ár en almennar sýningar hefjast síðan...

Svona er Sanlitun opnar RIFF

Mynd Róberts Douglas, Svona er Sanlitun, verður opnunarmynd Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík í ár. Myndin var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto þann 10. september...

Wall Street Journal spjallar við Róbert Douglas í Toronto

Wall Street Journal ræðir við Róbert Douglas leikstjóra í Toronto þar sem hann er staddur á hinni árlegu kvikmyndahátíð þar í borg, þeirri stærstu...
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR