„Ungar“ Nönnu Kristínar Magnúsdóttur valin besta stuttmyndin á RIFF

Nanna Kristín Magnúsdóttir (yst til hægri) tekur við verðlaunum úr hendu Heru Ólafsdóttur hjá RÚV. Eva Sigurðardóttir framleiðandi til hægri. (mynd: RIFF).
Nanna Kristín Magnúsdóttir (yst til hægri) tekur við verðlaunum úr hendu Heru Ólafsdóttur hjá RÚV. Eva Sigurðardóttir framleiðandi til vinstri. (mynd: RIFF).

Ungar eftir Nönnu Kristínu Magnúsdóttur var valin besta íslenska stuttmyndin á nýafstaðinni RIFF hátíð. Myndin hlaut verðlaun Minningarsjóðs Thors Vilhjálmssonar.

Ungar (Cubs) fjallar um einstæðan föður sem vill uppfylla draum ungrar dóttur sinnar um að halda náttfatapartí fyrir vinkonur sínar, en það verður flóknara en hann hélt vegna allra reglanna í nútímasamfélagi.

Ragnheiður Ugla Ocares Gautsdóttir, Anna Bíbí Wium Axelsdóttir og Agla Bríet Gísladóttir í Ungum Nönnu Kristínar Magnúsdóttur (Mynd: Valdimar Thorlacius).
Ragnheiður Ugla Ocares Gautsdóttir, Anna Bíbí Wium Axelsdóttir og Agla Bríet Gísladóttir í Ungum Nönnu Kristínar Magnúsdóttur (Mynd: Valdimar Thorlacius).

Með helstu hlutverk fara Ólafur Darri Ólafsson, Ragnheiður Ugla Ocares Gautsdóttir, Anna Bíbí Wium Axelsdóttir, Agla Bríet Gísladóttir og Vigdís Hrefna Pálsdóttir.

Í umsögn dómnefndar (sem af einhverjum ástæðum er eingöngu á ensku) segir:

„Exhibiting all the new challenges of being a single dad in our modern day society, Cubs manages to keep us in suspense from the first minute, as it explores taboos in father/daughter relationships. Per played by Ólafur Darri Ólafsson is planning a sleepover at his home for his daughter and although he is a great dad, we somehow expect him to fail at each decision. A well crafted film in all aspects with great performances, Cubs creates a perspective that is simultanously shocking and thought provoking.“

Ungar tekur næst þátt í Northern Wave hátíðinni á Rifi sem fram fer 21.-23. október.

Vigdís Hrefna Pálsdóttir og Ólafur Darri Ólafsson í Ungum Nönnu Kristínar Magnúsdóttur (mynd: Valdimar Thorlacius).
Vigdís Hrefna Pálsdóttir og Ólafur Darri Ólafsson í Ungum Nönnu Kristínar Magnúsdóttur (mynd: Valdimar Thorlacius).
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR