spot_img

Stuttmyndin „Þú og ég“: Vantar herslumuninn á Karolina Fund

Gríma Valsdóttir í Þú og ég eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur.
Gríma Valsdóttir í Þú og ég eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur.

Þú og ég er ný stuttmynd eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur með Laufeyju Elíasdóttur, Grímu Valsdóttur og Snorra Engilbertssyni í aðalhlutverkum. Myndin var frumsýnd á Nordisk Panorama og á RIFF en óskar eftir stuðningi á Karolina Fund til að komast á fleiri hátíðir og í almenna dreifingu. Herslumun vantar til að ná takmarkinu en fimm dagar eru til stefnu.

Stelpa fer heim með strák. Hún er einstæð móðir, og hann klæðir sig úr sjarmanum um leið og hann er kominn úr jakkanum. Þegar hlutirnir eru við það að fara úr böndunum vaknar barnung dóttir hennar…

Sjá nánar hér: Þú og ég – Karolina Fund

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR