RIFF: Stórkanónur viðstaddar umræðu um kvikmyndahátíðir í Norræna húsinu

Piers Handling, stjórnandi Toronto hátíðarinnar, tekur þátt í umræðunum.

Piers Handling, stjórnandi Toronto hátíðarinnar, tekur þátt í umræðunum.

RIFF stendur fyrir pallborðsumræðum í Norræna húsinu á morgun 1. október kl. 12 þar sem rætt verður um kvikmyndahátíðir með þátttöku þungaviktarfólks af þeim vettvangi; Arnaud Gourmelen, dagskrárstjóra Director’s Fortnight á Cannes, Fredrick Boyer, stjórnanda Tribeca kvikmyndahátíðarinnar, Piers Handling stjórnandaToronto kvikmyndahátíðarinnar og Giorgio Gosetti, stjórnanda Venice Days á Feneyjarhátíðinni og dagskrárstjóra RIFF. Helga Stephenson, fyrrum stjórnandi kvikmyndahátíðarinnar í Toronto stjórnar umræðum.

Leitast verður eftir að svara eftirfarandi spurningum:

  • Hvaða áhrif hafa viðtökur og fjárhagur á ákvarðanir dagskrárstjóra?
  • Hafa ákvarðarnir þeirra bein áhrif á það hvaða myndir eru valdar til dreifingar og hvaða kvikmyndagerðarmenn komast áfram?
  • Ætti valferlið að vera gagnsærra?

Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.

 

 

Athugasemdir

álit

Um höfundinn
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

Tengt efni