spot_img

Helga Stephenson um RIFF: Til hvers að fikta í formúlunni þegar vel gengur?

Helga Stephenson heiðursformaður RIFF.
Helga Stephenson heiðursformaður RIFF.

Helga Stephenson er fyrrum stjórnandi Toronto hátíðarinnar og núverandi stjórnarformaður kanadísku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar. Hún hefur einnig verið frá upphafi heiðursformaður RIFF.

Helga hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi höfnun Reykjavíkurborgar á styrk til RIFF. Þar segir meðal annars:

„Ég hef lengi verið viðriðin kvikmyndahátíðir, er meðal annars einn af stofnendum Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Toronto (TIFF). Af þessu starfi öllu hef ég lært mínar lexíur.

Hin mikilvægasta er sú að það er engin þörf á breytingum þegar vel gengur.

Í Reykjavík er kvikmyndahátíð sem gengur vel. Til hvers að fikta í formúlunni sem liggur þar að baki og skipta um fólkið sem lætur hátíðina ganga ár eftir ár?

Það er áhugavert að alltaf skulu einhverjir vilja yfirtaka rekstur kvikmyndahátíða sem ganga vel. Ég hef séð þetta gerast aftur og aftur, og alltaf hafa afleiðingarnar verið vondar.

Það virðist létt verk að skipuleggja kvikmyndahátíð og enn auðveldara virðist að stýra dagskrá slíkrar hátíðar – þetta lítur út fyrir að vera ansi skemmtileg og þægileg innivinna.

Staðreyndin eru aftur á móti sú að mjög fáir geta stjórnað kvikmyndahátíð. Vinnan sem liggur að baki hverju sinni er algerlega botnlaus svo ekki sé minnst á hversu flókið er að gera öllum þeim sem hagsmuna eiga að gæta til hæfis, þar á meðal áhorfendum.“

Mbl.is greinir frá hér: Ekki skynsamlegt að halda tvær hátíðir – mbl.is.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR