Fagnefnd BÍL: RIFF ekki náð tilætluðum árangri

riff flaggGreinargerð fagnefndar BÍL varðandi afgreiðslu styrkja til kvikmyndahátíða hjá Reykjavíkurborg hefur nú verið gerð opinber. Þar kemur meðal annars fram að „Heimili kvikmyndanna setur að okkar mati raunhæf markmið varðandi uppbyggingu verkefnis frá faglegu sjónarmiði. Mat fagnefndar er að RIFF hafi ekki náð tilætluðum árangri. Sá árangur yrði mældur í framboði kvikmynda, sem hafa sérstakt listrænt gildi, og almennri aðsókn og áhuga. Einnig má horfa til kostnaðar í samanburði við aðsókn.“

Þá er í greinargerðinni tíundað nánar hversvegna umsókn Heimilis kvikmyndanna varð fyrir valinu.

Mbl.is segir frá hér: Segja RIFF ekki hafa náð tilætluðum árangri – mbl.is.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR