HeimEfnisorðKarolina Fund

Karolina Fund

Hyggst kvikmynda hundrað manns að horfa á ENGLA ALHEIMSINS

Kvikmyndagerðamaðurinn og ljóðskáldið Guðmundur Magnússon hyggst kvikmynda hundrað þjóðþekkta einstaklinga við áhorf á kvikmyndinni Englar alheimsins í Bæjarbíói. Hægt er að styðja við verkefnið á Karolina Fund.

Heimildamynd um Hauk Hilmarsson leitar hópfjármögnunar

Jón Grétar Jónasson kvikmyndagerðarmaður leitar hópfjármögnunar á Karolina Fund vegna heimildamyndar um Hauk Hilmarsson sem hann vinnur að. Haukur er talinn hafa fallið í Sýrlandi þegar hann var að berjast fyrir Kúrda árið 2018.

Safnað fyrir endurvinnslu “Sóleyjar” eftir Rósku

Á Karolina Fund er nú verið að safna fyrir endurvinnslu kvikmyndarinnar Sóley sem listakonan Róska gerði ásamt manni sínum Manrico Pavolettoni 1982. Negatívan er týnd en til er sýningareintak í slæmu ástandi á Kvikmyndasafni Íslands. Stefnt er að því að notast við það eintak við forvörslu og hreinsun á myndinni.

Heimildamyndin “Vídeóspólan” safnar á Karolina Fund

Á dögunum hófst söfnun á Karolina Fund fyrir heimildamyndinni Vídeóspólan en höfundur myndarinnar er Óli Gneisti Sóleyjarson þjóðfræðingur. Myndin mun fjalla um ris og fall vídeóspólunnar á Íslandi og þá menningu sem skapaðist í kringum hana, deilurnar sem hún olli og breytingunum sem urðu vegna hennar.

Heimildamyndin “Keep Frozen” tæplega hálfnuð með söfnun á Karolina Fund, þrír dagar eftir

Heimildamyndin Keep Frozen undir stjórn Huldu Rósar Guðnadóttur safnar nú fé á Karolina Fund og hefur hún gengið ágætlega. 44% af markmiðinu hafa náðst en þrír dagar eru nú til stefnu.

Söfnun fyrir stafrænum sýningarbúnaði í Skjaldborgarbíó í höfn

Söfnun sem staðið hefur yfir á Karolina Fund að undanförnu fyrir stafrænum sýningarbúnaði (DCP) í Skjaldborgarbíó á Patreksfirði er í höfn, nú þegar rúmur sólarhringur er eftir af söfnuninni.

“Jói í göngunum”, heimildamynd um íslenskt graffití í vinnslu

Björgvin Sigurðarson og Hallur Örn Árnason vinna nú að heimildamyndinni Jói í göngunum sem fjallar um graffití á Íslandi í gegnum sögu Jóa, klósettvarðar í undirgöngunum við Klambratún. Þeir leita stuðnings við verkefnið á Karolina Fund

Einar Þór frá Íslandi til Úkraínu

Einar Þór Gunnlaugsson vinnur nú að heimildamyndinni Mirgorod sem segir frá lífinu í samnefndri smáborg í Úkraínu. Myndina vinnur hann með úkraínska myndlistarmanninum Oleg Mingalev og er stuðnings við verkefnið leitað á Karolina Fund.

Stuttmyndin “Þú og ég”: Vantar herslumuninn á Karolina Fund

Þú og ég er ný stuttmynd eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur með Laufeyju Elíasdóttur, Grímu Valsdóttur og Snorra Engilbertssyni í aðalhlutverkum. Myndin var frumsýnd á Nordisk Panorama og á RIFF en óskar eftir stuðningi á Karolina Fund til að komast á fleiri hátíðir og í almenna dreifingu. Herslumun vantar til að ná takmarkinu en fimm dagar eru til stefnu.

Heimildamynd um karlalandsliðið í fótbolta í vinnslu

Sævar Guðmundsson leikstjóri og Sölvi Tryggvason sjónvarpsmaður vinna nú að heimildamyndinni Leiðin okkar á EM 2016 um íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu. Þeir hafa fylgt liðinu eftir í miklu návígi í um það bil ár, eða síðan undankeppnin fyrir EM 2016 hófst. Þeir leita nú stuðnings við verkefnið á Karolina Fund.

Bíó Paradís þakkar fyrir sig

Aðstandendur bíósins hafa sent frá sér fréttatilkynningu þar sem þau þakka fyrir frábærar móttökur söfnunar sinnar á Karolina Fund þar sem safnað var yfir fjórum og hálfri milljón króna til að bæta aðstöðu fyrir hjólastólafólk í húsinu.

Æsispennandi lokasprettur Bíó Paradísar á Karolina Fund

Nú eru aðeins 8 klukkustundir þar til söfnun Bíó Paradísar á Karolina Fund rennur út. Söfnunin snýst um að útvega fé til að koma upp aðgengi fyrir hjólastóla inní sali bíósins ásamt tilheyrandi aðgerðum. Þrír fjórðu hlutar markmiðs hafa náðs og hefur söfnunin tekið gríðarlegan kipp á síðasta sólarhring.

Safnað fyrir bættu aðgengi fólks í hjólastólum að Bíó Paradís

Söfnun er hafin á Karolinafund sem hefur það markmið að bæta aðgengi fólks í hjólastólum að Bíó Paradís. Söfnunin felst í sölu aðgöngumiða og korta á sýningar Bíó Paradísar og er hægt að velja um marga möguleika til að styrkja málefnið, allt frá því að kaupa miða fyrir tvo á eina sýningu upp í tíu ára árskort í Bíó Paradís.

Bíómyndin “Albatross” leitar stuðnings á Karolina Fund – stikla hér

Aðstandendur kvikmyndarinnar Albatross leita nú stuðnings við eftirvinnslu á hópfjármögnunarsíðunni Karolina Fund. Markmiðið er að safna um þremur milljónum króna. Náist það verður þetta fyrsta leikna kvikmyndin sem fjármögnuð er í gegnum síðuna.

Anna Gunndís gerir stuttmyndina “I Can’t Be Seen Like This”

Anna Gunndís Guðmundsdóttir leikkona, sem nú stundar nám í kvikmyndagerð við New York University hyggst taka upp stuttmyndina I Can't Be Seen Like This í byrjun næsta árs. Anna Gunndis leitar eftir stuðningi við verkefnið á Karolina Fund.

Hópfjármögnun orðin hluti af fjármögnun kvikmyndagerðar; “Svartihnjúkur” hefur nú náð í 60%

Hópfjármögnun (crowdfunding) er nú orðin hluti af fjármögnun kvikmyndaverkefna. Upphæðirnar eru í flestum tilfellum ekki mjög háar en geta engu að síður skipt sköpum; annaðhvort sem verulegur hluti fjármögnunar smærri verkefna eða sem fjármögnun afmarkaðra þátta stærri verkefna. Heimildamyndin Svartihnjúkur leitar nú lokafjármögnunar og gengur vel.

Heimildamyndin “Svartihnjúkur” í hópfjármögnun á Karolina Fund

Heimildamyndin Svartihnjúkur-stríðssaga úr Eyrarsveit, segir frá árekstri íslenskrar sveitakyrrðar og hrikaleik heimstyrjaldarinnar síðari. Á heimasíðu Karolina Fund  fer nú fram hópfjármögnun vegna verkefnisins.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR