Heimildamynd um Hauk Hilmarsson leitar hópfjármögnunar

Jón Grétar Jónasson kvikmyndagerðarmaður leitar hópfjármögnunar á Karolina Fund vegna heimildamyndar um Hauk Hilmarsson sem hann vinnur að. Haukur er talinn hafa fallið í Sýrlandi þegar hann var að berjast fyrir Kúrda árið 2018.

Á Karolina Fund síðu verkefnisins segir:

Þetta verkefni byrjaði 2014 og var þá tilgangurinn að fylgja eftir sögu Hauks næstu áratugina en Haukur er talinn hafa fallið í Sýrlandi þegar hann var að berjast fyrir Kúrda árið 2018. Myndin mun sína fram á hver Haukur var og hvað hann stóð fyrir.

Heimildamyndin mun verða fullri lengd og fjallar um Hauk Hilmarsson. En Haukur var þekktur á Íslandi sem baráttumaður fyrir réttindum hælisleitenda og sem ástríðufullur andstæðingur fasisma. Fyrir mér var Haukur stór áhrifavaldur í minni æsku, góður félagi og vinur.

Við byrjuðum að taka upp þessa myndárið 2014 og var uprunalega hugmyndin að gera mynd sem næði yfir nokkra áratugi og tæki stöðuna á Hauki á nokkura ára fresti.

Því miður lítur allt út fyrir að Haukur hafi fallið í Sýrlandi í febrúar árið 2018 þar sem að hann var að berjast fyrir Kúrda. Ég ákvað að fara af stað með þetta verkefni fyrir ári síðan og ætlaði með það í fjármögnun þá en áttaði mig fljótlega á því að ég var alls ekki tilbúin.

Ég hef lítið annað gert síðasta árið heldur en að liggja yfir upptökunum sem við Haukur gerðum ásamt öllu öðru efni um hann sem ég hef komist yfir.

Stefnan er sett á að hefja tökur í júni 2022 og ljúka þeim í ágúst sama ár. Áætlað er að myndin verði tilbúinn í nóvember 2022 en myndin verður eingöngu aðgengileg þeim sem styrktu söfnunina á Karolina Fund fyrstu 3 mánuðina frá útkomu.

Að neðan má sjá Jón Grétar gera grein fyrir verkefninu og einnig stiklu.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR