spot_img

Bíómyndin „Albatross“ leitar stuðnings á Karolina Fund – stikla hér

ALBATROSS kvikmynd   Karolina FundAðstandendur kvikmyndarinnar Albatross leita nú stuðnings við eftirvinnslu á hópfjármögnunarsíðunni Karolina Fund. Markmiðið er að safna um þremur milljónum króna. Náist það verður þetta fyrsta leikna kvikmyndin sem fjármögnuð er í gegnum síðuna.

Gamanmyndin Albatross var tekin upp í Bolungarvík sumarið 2013 af upprennandi kvikmyndagerðarfólki og er nú á lokametrunum. Tökum er lokið en eftirvinnsla framundan.

Tómas er ungur og ástfanginn maður sem ákveður að leggja framtíðarplönin á hilluna til að elta kærustu sína vestur á firði þar sem hann ræður sig í sumarvinnu hjá Golfklúbbi Bolungarvíkur. Ekki beint það sem hann hafði hugsað sér eftir háskólanám en ástin spyr hvorki um stað né stund. Á golfvellinum í Bolungarvík kynnist hann ansi skrautlegum samstarfsmönnum og virkilega metnaðarfullum yfirmanni sem þráir ekkert heitara en að fá stórmót á golfvöllinn í Bolungarvík og líst Tómasi ekki beint á blikuna. Allt gerir hann þetta þó fyrir hina einu sönnu en svo dynja áföllin yfir.

Plakat kvikmyndarinnar Albatross.
Plakat kvikmyndarinnar Albatross.

Hlutverk Tómasar er í höndum Ævars Arnar Jóhannssonar en með önnur helstu hlutverk myndarinnar fara Finnbogi Dagur Sigurðsson, Gunnar Kristinsson, og Birna Hjaltalín Pálmadóttir. Faðir hennar, Pálmi Gestsson, fer með hlutverk hins ofur metnaðarfulla yfirmanns Tómasar, Kjartans hins alíslenska smákóngs, sem hatar ekkert meira en Ísfirðinga og þá sérstaklega formann Golklúbbs Ísafjarðar, Þránd, sem leikinn er af Guðmundi Magnúsi Kristjánssyni (Papamug).

Guðgeir Arngrímsson framleiðir fyrir hönd Flugbeitts kuta en Snævar S. Sölvason leikstýrir.

Sjá síðu verksins á Karolina Fund: ALBATROSS kvikmynd – Karolina Fund.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR