Anna Gunndís gerir stuttmyndina “I Can’t Be Seen Like This”

I can't be seen like this - posterAnna Gunndís Guðmundsdóttir leikkona, sem nú stundar nám í kvikmyndagerð við New York University hyggst taka upp stuttmyndina I Can’t Be Seen Like This í byrjun næsta árs. Anna Gunndis leitar eftir stuðningi við verkefnið á Karolina Fund.

Myndin fjallar um tvær litlar systur sem ákveða að baka köku í tilefni afmælis pabba síns. Allt fer úr böndnum þegar hárið á þeirri yngri festist í hrærivélinni og helmingurinn tætist af. Eftir slysið er eitthvað brostið í sambandi þeirra systra sem þær þurfa að horfast í augu við.

Anna Gunndís Guðmundsdóttir.
Anna Gunndís Guðmundsdóttir.

Ólafur Darri Ólafsson og Einar Aðalsteinsson fara með hlutverk í myndinni en prufur eru fyrirhugaðar í desember fyrir litlu stelpurnar tvær sem eru á aldrinum 8-12.

Sjá nánar hér: I Can’t Be Seen Like This – Karolina Fund.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR