„Tréð“ hlýtur þróunarstuðning á franskri hátíð

Hafsteinn Gunnar Sigurðsson (t.v.) og Huldar Breiðfjörð (t.h.) taka við verðlaunum í Arras fyrir "Tréð".
Hafsteinn Gunnar Sigurðsson (t.v.) og Huldar Breiðfjörð (t.h.) taka við verðlaunum í Arras fyrir „Tréð“.

Hafsteinn Gunnar Sigurðsson og Huldar Breiðfjörð tóku þátt í þróunarsamkeppni á kvikmyndahátíðinni í Arras í Frakklandi um helgina með sitt nýjasta verkefni, Tréð. Um er að ræða kvikmynd í fullri lengd – drama/þriller sem fjallar um nágrannadeilu sem fer gjörsamlega úr böndunum.

Huldar skrifar handritið en leikstjórn mun verða í höndum Hafsteins.Tréð uppskar afar góð viðbrögð að sögn Hafsteins enda fékk verkefnið verðlaun dómnefndar, 5000 evrur til frekari þróunar.

Þá tók París norðursins, sem sömu menn standa að, þátt í aðalkeppni hátíðarinnar en sú mynd heldur áfram að ferðast milli hátíða sem eru orðnar um 20 talsins síðan myndin var frumsýnd í Karlovy Vary í júlí.

UPPFÆRT 20. júlí 2016: Verkefnið kallast nú Undir trénu (áður Tréð).

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR