spot_img
HeimEfnisorðHuldar Breiðfjörð

Huldar Breiðfjörð

“Pabbahelgar”: Blákaldur íslenskur raunveruleiki

Sýningar á þáttaröðinni Pabbahelgar eftir Nönnu Kristínu Magnúsdóttur hefjast á RÚV á sunnudagskvöld, 6. október. Morgunútvarp Rásar 2 spjallaði við Nönnu Kristínu og Huldar Breiðfjörð sem einnig semur handrit ásamt Sólveigu Jónsdóttur. Zik Zak framleiðir þættina.

Tökur hafnar á “Undir trénu”

Tökur eru hafnar á kvikmyndinni Undir trénu í leikstjórn Hafsteins Gunnars Sigurðssonar (París norðursins). Myndin gerist í Reykjavík samtímans og skartar þeim Steinda Jr., Sigurði Sigurjónssyni, Eddu Björgvinsdóttur, Þorsteini Bachmann og Selmu Björnsdóttur í aðalhlutverkum.

“Undir trénu” fær tæpar tuttugu milljónir frá Norræna sjóðnum

Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn veitti á dögunum kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Undir trénu, 19.4 milljóna króna styrk. Steindór Hróar Steindórsson, Steindi jr., fer með aðalhlutverkið í myndinni.

“Tréð” hlýtur þróunarstuðning á franskri hátíð

Hafsteinn Gunnar Sigurðsson og Huldar Breiðfjörð tóku þátt í þróunarsamkeppni á kvikmyndahátíðinni í Arras í Frakklandi um helgina með sitt nýjasta verkefni, Tréð. Um er að ræða kvikmynd í fullri lengd - drama/þriller sem fjallar um nágrannadeilu sem fer gjörsamlega úr böndunum.

“París norðursins” tilnefnd til Roger Ebert-verðlaunanna á Chicago hátíðinni

París norðursins eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson er tilnefnd til Roger Ebert-verðlaunanna, nýrra verðlauna á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Chicago sem stofnuð voru til heiðurs kvikmyndagagnrýnandanum Roger Ebert.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR