„París norðursins“ tilnefnd til Roger Ebert-verðlaunanna á Chicago hátíðinni

G. Magni Ágústsson tökumaður og Hafsteinn Gunnar Sigurðsson leikstjóri filma París norðursins á Vestfjörðukm í fyrrasumar.
G. Magni Ágústsson tökumaður og Hafsteinn Gunnar Sigurðsson leikstjóri filma París norðursins á Vestfjörðukm í fyrrasumar.

París norðursins eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson er tilnefnd til Roger Ebert-verðlaunanna, nýrra verðlauna á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Chicago sem stofnuð voru til heiðurs kvikmyndagagnrýnandanum Roger Ebert.

Þetta kemur fram á Vísi en hátíðin fer fram dagana 9.-23. október.

Huldar Breiðfjörð, handritshöfundur myndarinnar, verður viðstaddur sýninguna. Eftir Chicago verður myndin sýnd á kvikmyndahátíð í Tyrklandi og kvikmyndahátíðinni í São Paulo í Brasilíu.

Roger Ebert var bæði kynnir og dómnefndarmeðlimur á kvikmyndahátíðinni í Chicago þar til hann lést en hátíðin er elsta kvikmyndahátíð Norður-Ameríku. Ebert lést í fyrra en hann var duglegur að gera ungum og upprennandi kvikmyndagerðarmönnum hátt undir höfði. Til dæmis hjálpaði hann leikstjórunum Spike Lee og Martin Scorsese gríðarlega með því að skrifa vel um myndirnar þeirra snemma á ferli þeirra.

Verðlaunin verða veitt upprennandi kvikmyndagerðarmönnum með „ferska og óbilgjarna sýn“. Þá munu allar myndirnar sem tilnefndar eru taka þátt í keppninni New Directors á hátíðinni.

Sjá nánar hér: Vísir – París norðursins tilnefnd til Roger Ebert-verðlaunanna.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR