DV um „Afann“: Ljúfsár tilvistarkómedía með vafasaman boðskap

RÁÐHERRANN, þáttur 6: Íslenski draumurinn: Að fúnkera aðeins of vel

Ásgeir H. Ingólfsson fjallar um sjötta þátt Ráðherrans á vef sínum Menningarsmygl.

Lilja Alfreðsdóttir: Jafnrétti haft að leiðarljósi í kvikmyndastefnu

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að jafnréttismál hafi verið höfð að leiðarljósi við gerð nýrrar kvikmyndastefnu, en samtök kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi gagnrýna að ekki sé nóg gert til að jafna hlut kynjanna í stefnunni og að tímasettar aðgerðir á því sviði vanti.

Dómnefnd velur Óskarsframlagið í ár

Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna í flokknum "besta alþjóðlega myndin" (Best International Feature Film) verður valið af til þess skipaðri dómnefnd í ár. Áður kusu meðlimir ÍKSA um framlag Íslands.

Bíó Paradís vinnur að stofnun eigin streymisveitu

Í dag hefst norræn kvikmyndaveisla í Bíó Paradís í tilefni af kvikmyndaverðlaunum Norðurlandaráðs. Hægt verður að nálgast allar tilnefndar myndir á vef kvikmyndahússins en þar er unnið hörðum höndum að því að koma á fót streymisveitu.

RÁÐHERRANN, þáttur 5: Forsætisráðherrann gegn kerfinu

Ásgeir H. Ingólfsson heldur áfram að skrifa um Ráðherrann og fjallar nú um fimmta þátt á vef sínum Menningarsmygl.

Sigurður Sigurjónsson og Sigrún Edda Björnsdóttir í Afanum.
Sigurður Sigurjónsson og Sigrún Edda Björnsdóttir í Afanum.

Kristján Guðjónsson hjá DV fjallar um Afann og segir meðal annars:

Í stað þess að gera Ladda-lega vitleysisgrínmynd er verið að reyna að búa til ljúfsára tilvistarkómedíu, kannski í anda Alexanders Payne (About Schmidt, Nebraska). Þetta kom mér, sem hef hingað til frekar sóst í ítalskar indímyndir en íslenskt vinsældagrín, skemmtilega á óvart. Siggi Sigurjóns, sem er kannski fyrst og fremst þekktur fyrir ýktan karakterleik, tekst á frábærlega tilgerðarlausan hátt að gæða þennan önuglynda mann sympatísku lífi.

Á meðan ég hélt mig í popp-og-kók gírnum í Kringlubíói skemmti ég mér vel, hló meira að segja nokkrum sinnum, en um leið og ég fór í gagnrýnendabuxurnar og fór að pæla alvarlega í því sem ég var að horfa á, komu þessar tilfinningar í ljós: Mér fannst handritið ekki nógu gott og leikaravalið skrýtið.

Hugmyndin er góð. Undirliggjandi er vanmáttur gagnvart yfirgangi æskunnar og fallvaltleika tilverunnar, óttinn við dauðann og spurningar um hvernig maður hefur lifað lífi sínu. Hins vegar finnst mér vandamálin ekki dregin nógu skýrt fram í handritinu og það hvernig Guðjón tekst á við þessar tilfinningar og ótta er á vissan hátt ótrúverðugt, eða frekar óskiljanlegt og barnalegt.

Sjá nánar hér: Ljúfsár tilvistarkómedía með vafasaman boðskap – DV.

Athugasemdir

álit

SKYLT EFNI:

Athugasemdir

álit