DV um „Afann“: Ljúfsár tilvistarkómedía með vafasaman boðskap

Sigurður Sigurjónsson og Sigrún Edda Björnsdóttir í Afanum.
Sigurður Sigurjónsson og Sigrún Edda Björnsdóttir í Afanum.

Kristján Guðjónsson hjá DV fjallar um Afann og segir meðal annars:

Í stað þess að gera Ladda-lega vitleysisgrínmynd er verið að reyna að búa til ljúfsára tilvistarkómedíu, kannski í anda Alexanders Payne (About Schmidt, Nebraska). Þetta kom mér, sem hef hingað til frekar sóst í ítalskar indímyndir en íslenskt vinsældagrín, skemmtilega á óvart. Siggi Sigurjóns, sem er kannski fyrst og fremst þekktur fyrir ýktan karakterleik, tekst á frábærlega tilgerðarlausan hátt að gæða þennan önuglynda mann sympatísku lífi.

Á meðan ég hélt mig í popp-og-kók gírnum í Kringlubíói skemmti ég mér vel, hló meira að segja nokkrum sinnum, en um leið og ég fór í gagnrýnendabuxurnar og fór að pæla alvarlega í því sem ég var að horfa á, komu þessar tilfinningar í ljós: Mér fannst handritið ekki nógu gott og leikaravalið skrýtið.

Hugmyndin er góð. Undirliggjandi er vanmáttur gagnvart yfirgangi æskunnar og fallvaltleika tilverunnar, óttinn við dauðann og spurningar um hvernig maður hefur lifað lífi sínu. Hins vegar finnst mér vandamálin ekki dregin nógu skýrt fram í handritinu og það hvernig Guðjón tekst á við þessar tilfinningar og ótta er á vissan hátt ótrúverðugt, eða frekar óskiljanlegt og barnalegt.

Sjá nánar hér: Ljúfsár tilvistarkómedía með vafasaman boðskap – DV.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR