Heim Gagnrýni Menningin á RÚV um "Svaninn": Glæsilegt byrjendaverk

Menningin á RÚV um „Svaninn“: Glæsilegt byrjendaverk

-

Gríma Valsdóttir fer með aðalhlutverkið í Svaninum.

Snæbjörn Brynjarsson og Bryndís Loftsdóttur fjölluðu um Svaninn eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur í Menningunni á RÚV. Þau segja myndina vel heppnaða og glæsilegt byrjendaverk.

Úr umsögninni:

Snæbjörn Brynjarsson segir einn helsti styrkleika Svansins vera takmarkað sjónarhorn áhorfandans. „Eitt það skemmtilegasta við myndina er að sögumaðurinn er ung stúlka og við upplifum drama gegnum hana, frá hennar augum og erum ekki með allar upplýsingarnar sem við þurfum til að skilja hvað er nákvæmlega í gangi. Það er mjög skemmtilegur máti til að segja frá sambandi vinnumanns og dótturinnar á bóndabýlinu og öllu ástardramanu sem er í gangi og maður botnar ekki alveg í.“

„Ég hreifst verulega með, maður þarf svolítið að láta sig hrífast – þetta er ekki spennu- eða gamanmynd þó vissulega séu fyndnir punktar,“ segir Bryndís. „Ég datt alveg inn í þessa mynd. Þetta er 9 ára stelpa sem kemur þarna á sveitaheimili alein, hún er send út í sveit eftir að hafa hnuplað og þar er allt framandi; lyktin, fólkið og það er enginn neitt sérstaklega að útskýra fyrir henni, þetta er dálítið eins og sveitin var í gamla daga.“

Hann [Snæbjörn] nefnir að þema, umhverfi og titill myndarinnar séu kunnugleg. „Það sem háir þessari mynd er að þó þetta sé mjög vel heppnuð svona arthouse mynd þá er þetta svona enn ein íslenska myndin um óhamingjusamt fólk úti á landi. Svo hefur maður heyrt mörg dýranöfn; það eru þrestirnir og hrútarnir og hrossin í oss og allt þetta. En á heildina litið mjög vel heppnuð mynd.“

Sjá nánar hér: Svanurinn er glæsilegt byrjendaverk

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

Framsókn vill hækka endurgreiðslur í 35% og tífalda veltu

Stór tæki­færi fel­ast í því að styðja enn frek­ar við kvik­mynda­gerð í land­inu og hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni, segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Íslendingar að verða undir í samkeppni um þjónustuverkefni

Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.

Wonder Woman, Ísland og framtíðin

Warner Bros. hefur tilkynnt að Wonder Woman 1984 verði frumsýnd samtímis í kvikmyndahúsum og á streymisveitu þeirra, HBO Max, þann 25. desember næstkomandi. Þetta eru enn ein tímamótin í sögu kvikmyndanna sem heimsfaraldurinn hefur ýtt undir. Hvað gæti þetta þýtt fyrir íslenskar kvikmyndir?

Netflix, RÚV og ZDF á bakvið ÓFÆRÐ 3

Netflix, RÚV og ZDF, ein stærsta sjónvarpsstöð Þýskalands, koma að framleiðslu þriðju syrpu þáttaraðarinnar Ófærð, sem nú kallast Entrapped. Tökur standa yfir.