HeimEfnisorðMenningin

Menningin

Silja Hauksdóttir um SYSTRABÖND: Breyskar konur eru mitt uppáhald

Silja Hauksdóttir leikstjóri þáttaraðarinnar Systrabönd ræddi við Menninguna á RÚV á dögunum um verkið sem er væntanlegt í Sjónvarp Símans um páskana.

Menningin um SÍÐUSTU VEIÐIFERÐINA: Litlir hrútar á lækjarbakka

"Taumlaus galsagangur og skemmtileg gróteska," segir Brynhildur Björnsdóttir gagnrýnandi Menningarinnar um Síðustu veiðiferðina eftir Örn Marinó Arnarson og Þorkel Harðarson.

Örn Marinó og Þorkell um SÍÐUSTU VEIÐIFERÐINA: Konurnar hlæja langhæst

„Við erum búinir að taka nokkrar prufusýningar og þá er það bara þannig að konurnar öskra úr hlátri,“ segir Örn Marinó.  „Já, þær hlæja hæst,“ bætir Þorkell við í spjalli við Bergstein Sigurðsson í Menningunni á RÚV um Síðustu veiðiferðina.

Hildur Guðnadóttir: „Bæði sorglegt og gleðilegt“ að standa á stóra sviðinu

Anna Marsibil Clausen dagskrárgerðarmaður RÚV ræddi við Hildi Guðnadóttur í Los Angeles í gær, daginn eftir að verðlaunin voru afhent. Þar ræddi hún meðal annars um vinnslu tónlistarinnar við Joker, samstarfsmann sinn Jóhann Jóhannsson og ýmislegt fleira.

Menningin um GULLREGN: Áhugavert, rásandi en vandað

„Sé litið á Gullregn sem stúdíu á mannlegri hegðun, þar sem stjórnsemi, þöggun og skömm ráða för, er hún uppfull af áhugaverðum atriðum þar sem hinn sterki leikhópur myndarinnar nýtur sín vel,“ segir í umfjöllun Heiðu Jóhannsdóttur um kvikmyndina Gullregn í Menningunni á RÚV.

Menningin um „Bergmál“: Helgimynd úr hversdagsleikanum

"Djörf og flott tilraun og heildarútkoman er einkar áhrifarík,“ segir Heiða Jóhannsdóttir gagnrýnandi Menningarinnar á RÚV um Bergmál Rúnars Rúnarssonar.

Menningin um „Agnesi Joy“: Ekki snöggan blett að finna

„Einstaklega vel leikin kvikmynd og samleikur helstu leikara svo hárfínn og vandaður að söguefniviðurinn fær hreinlega vængi,“ segir Heiða Jóhannsdóttir gagnrýnandi Menningarinnar á RÚV í umfjöllun sinni um Agnesi Joy Silju Hauksdóttur.

Menningin um „Hvítan, hvítan dag“: Listilega ofin áfallasaga

Kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur er eftirminnilegt listaverk sem ofið er úr mörgum sterkum þráðum, segir Heiða Jóhannsdóttir kvikmyndagagnrýnandi í Menningunni á RÚV. „Hlynur Pálmason er frábær fulltrúi þess nýja hæfileikafólks sem veitir ferskum straumum inn í íslenska kvikmyndagerð um þessar mundir.“

„Ráðherrann“ bakvið tjöldin

Tökum er lokið á þáttaröðinni Ráðherrann. Þar leikur Ólafur Darri Ólafsson forsætisráðherra sem glímir við geðhvörf. Fjallað var um gerð þáttanna í Menningunni á RÚV og rætt við aðstandendur.

Menningin á RÚV um „Svaninn“: Glæsilegt byrjendaverk

Snæbjörn Brynjarsson og Bryndís Loftsdóttur fjölluðu um Svaninn eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur í Menningunni á RÚV. Þau segja myndina vel heppnaða og glæsilegt byrjendaverk.

„Nordic noir“ er búið

Norrænir sjónvarpsframleiðendur ættu að snúa sér að öðru en „Nordic noir“ sem er orðið útvatnað vörumerki, að mati framleiðenda sjónvarpsþátta á borð við Forbrydelsen og Skam. Mestu skipti að finna og segja sögur sem skipti áhorfendur heima fyrir máli. Fjallað er um þetta í Menningunni á RÚV.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR