Ása Helga Hjörleifsdóttir með námskeið um aðlögun skáldsagna að kvikmyndaforminu

Ása Helga Hjörleifsdóttir leikstjóri Svansins að störfum í Svarfaðardal. Ljósmynd: Gus Reed.

Ása Helga Hjörleifsdóttir leikstjóri og handritshöfundur mun halda námskeið á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands í haust þar sem hún kennir hvernig aðlaga má skáldsögur að kvikmyndaforminu.

Á námskeiðinu verður meðal annars farið í eftirfarandi:

• Kvikmyndaaðlögun sem listform; áhugaverð myndbrot sýnd og rædd.
• Grunntækni þess að aðlaga bók að mynd, sem og sértækari nálgunarmöguleika.
• Undirstöðuatriði handritaskrifa almennt, og kennsla á ritvinnsluforritið Fade In sem og sambærileg forrit.
• Hugað að handriti hvers og eins, er þátttakendur byrja að vinna sjálfstætt að sinni aðlögun.

Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa áhuga á skáldskap, kvikmyndum og ekki síst hvernig heimur bókmennta og kvikmynda mætast. Námskeiðið hentar vel byrjendum í handritagerð sem og þeim sem hafa reynslu eða bakgrunn á því sviði.

Sjá nánar hér: Skáldsögur á hvíta tjaldinu – listin að aðlaga skáldsögur að kvikmyndaforminu – Endurmenntun

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR