Heim Sjónarhorn Andlát: Stefán Karl Stefánsson

Andlát: Stefán Karl Stefánsson

-

Stefán Karl Stefánsson sem Glanni glæpur í Latabæ (mynd: Latibær/Lazytown).

Stefán Karl Stefánsson leikari er látinn, 43 ára að aldri, eftir um tveggja ára baráttu við krabbamein. Hann átti glæsilegan feril í sjónvarpi, leikhúsi, kvikmyndum og tónlist, bæði heima og á alþjóðlegum vettvangi, enda er hans minnst víða um heim.

Óhætt er að segja að Stefán Karl hafi verið alþjóðleg stjarna. Hlutverk hans sem Glanni glæpur (Robbie Rotten) í þáttaröðinni um Latabæ (2004-2014) gerði hann kunnan um veröld víða, enda horfðu tugmilljónir barna á þættina – og þeir eru reyndar enn í sýningum. Þá lék hann Trölla (Grinch) í sviðsuppfærslu á hinu sígilda leikverki Þegar Trölli stal jólunum (How the Grinch Stole Christmas) sem ferðaðist um öll Bandaríkin árum saman. 

Stefán Karl lék í fjölmörgum eftirminnilegum uppfærslum í íslensku leikhúsunum. Þá lét hann sig varða málefni barna sem lögð höfðu verið í einelti og stofnaði samtökin Regnbogabörn. Hann var sæmdur riddarakrossi í júní síðastliðnum fyrir framlag sitt til íslenskrar leiklistar og samfélags.

Hann fór með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Kurteist fólk (2011) eftir Ólaf de Fleur Jóhannesson og kom meðal annars einnig fram í Harry og Heimi (2014), Jóhannesi (2009), Stellu í framboði (2002) og Regínu (2001).

Stefán Karls er minnst í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum víða um heim í gær og í dag. Hann skilur eftir sig eiginkonu, Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur og fjögur börn.

Hér að neðan má sjá samantekt á nokkrum eftirminnilegum atriðum með Glanna glæp úr Latabæ.

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

AGNES JOY framlag Íslands til Óskarsverðlauna

Kvikmyndin Agnes Joy verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2021. Myndin var valin af dómnefnd Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, en í henni í sátu fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, gagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.

Framsókn vill hækka endurgreiðslur í 35% og tífalda veltu

Stór tæki­færi fel­ast í því að styðja enn frek­ar við kvik­mynda­gerð í land­inu og hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni, segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Íslendingar að verða undir í samkeppni um þjónustuverkefni

Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.