Alþjóðlegu Emmy verðlaunin afhent í kvöld, „Latibær“ tilnefndur

latibærLíkt og Klapptré skýrði frá í haust er fjórða serían af Latabæ tilnefnd til alþjóðlegu Emmy verðlaunanna en þau verða afhent í Cannes í kvöld.

Magnús Scheving er staddur í Cannes og ræddi við Vísi:

„Verðlaunin eru ein stærsta viðurkenning sem sjónvarpsefni getur fengið. Tilnefning er því gríðarleg viðurkenning fyrir allt það kvikmyndagerðafólk sem kom að gerð þáttanna,” segir Magnús.

Latibær hefur áður hlotið meðal annars BAFTA verðlaunin og fengið tilnefningu til bandarísku EMMY verðlaunanna. Þættirnir eru nú sýndir í um hundrað löndum.

Fræðast má um tilnefningarnar og skoða stiklur hér.

Sjá nánar hér: visir.is

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR