Heim Aðsóknartölur Aðsókn | Stór opnunarhelgi hjá "Lof mér að falla"

Aðsókn | Stór opnunarhelgi hjá „Lof mér að falla“

-

Lof mér að falla eftir Baldvin Z er í efsta sæti aðsóknarlistans eftir helgina með vel yfir átta þúsund gesti. Þetta eru mun stærri opnunartölur heldur en á síðustu mynd Baldvins, Vonarstræti (2014).

Alls sáu 6,467 gestir myndina um helgina, en 8,229 með forsýningum. 7.671 sáu Vonarstræti opnunarhelgina (með forsýningum), en heildaraðsókn nam 47.982 manns (rétt er að hafa í huga að ekki þarf að vera samhengi þarna á milli þó oft séu opnunartölur sterk vísbending um hvert myndin nær í aðsókn).

Kona fer í stríð Benedikts Erlingssonar, Svanurinn eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur og Andið eðlilega Ísoldar Uggadóttur eru enn í sýningumAlls hafa nú 17,543 séð Kona fer í stríð eftir 16. sýningarhelgi, 4,635 hafa séð Svaninn eftir 36 vikur og 6,855 Andið eðlilega eftir 27 vikur.

Einnig eru heimildamyndirnar Nýjar hendur og Söngur Kanemu í sýningum í Bíó Paradís.

Aðsókn á íslenskar myndir 3.-9. september 2018

VIKURMYNDAÐSÓKNHEILDAR-
AÐSÓKN
STAÐA HEILDAR-
AÐSÓKNAR Í SÍÐUSTU VIKU
Lof mér að falla6,467 (helgin)8,229-
16Kona fer í stríð-17,543 -
27Andið eðlilega-6,855 -
36Svanurinn-4,635 -
Söngur Kanemu5757-
2Nýjar hendur-innan seilingar-94-
(Heimild: FRISK – Theatrical Box Office Reports Iceland)

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

Framsókn vill hækka endurgreiðslur í 35% og tífalda veltu

Stór tæki­færi fel­ast í því að styðja enn frek­ar við kvik­mynda­gerð í land­inu og hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni, segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Íslendingar að verða undir í samkeppni um þjónustuverkefni

Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.

Wonder Woman, Ísland og framtíðin

Warner Bros. hefur tilkynnt að Wonder Woman 1984 verði frumsýnd samtímis í kvikmyndahúsum og á streymisveitu þeirra, HBO Max, þann 25. desember næstkomandi. Þetta eru enn ein tímamótin í sögu kvikmyndanna sem heimsfaraldurinn hefur ýtt undir. Hvað gæti þetta þýtt fyrir íslenskar kvikmyndir?

Netflix, RÚV og ZDF á bakvið ÓFÆRÐ 3

Netflix, RÚV og ZDF, ein stærsta sjónvarpsstöð Þýskalands, koma að framleiðslu þriðju syrpu þáttaraðarinnar Ófærð, sem nú kallast Entrapped. Tökur standa yfir.