Baldvin Z: Miklu erfiðara að gera heimildamynd en leikna mynd

Baldvin Z mun frumsýna heimildamynd sína um Reyni sterka í haust, en tökur eru nú nýhafnar á þriðju bíómynd hans, Lof mér að falla. Hann ræðir við Vísi um heimildamyndina og nýju bíómyndina. Viðtalið fer hér: „Mín fyrsta mynd af Reyni sterka er bara einhver gæi í Súperman-búningi,“ segir leikstjórinn Baldvin Z sem hefur verið með aflraunamanninn Reyni Örn Leósson á heilanum síðan hann var sex ára gamall. Nú er Baldvin búinn að leggja lokahönd á heimildarmynd um manninn og verður hún frumsýnd í haust. Þetta hófst þegar annar sonur Reynis var í pössum hjá móður Baldvins og drengirnir voru að rífast um hvor pabbinn væri sterkari. „Ég vissi reyndar að pabbi hans væri dáinn en hann sagði mér sögu
Posted On 12 Aug 2017