spot_img
HeimAðsóknartölurAðsókn | "Lof mér að falla" yfir 50 þúsund gesta markið eftir...

Aðsókn | „Lof mér að falla“ yfir 50 þúsund gesta markið eftir áttundu helgi

-

Nú hafa rúmlega 50 þúsund manns séð Lof mér að falla eftir átta sýningarhelgar. Undir halastjörnu eftir Ara Alexander nálgast þrjú þúsund gesti.

503 sáu Undir halastjörnu í síðustu viku, en alls eru gestir 2,911 eftir þriðju helgi.

Alls sáu 1,253 gestir Lof mér að falla í vikunni, en heildarfjöldi gesta er 50,576 manns eftir 8 sýningarhelgar. Myndin er komin í hóp 10 mest sóttu myndanna frá upphafi formlegra mælinga 1995.

Sýningum á Bráðum verður bylting!, heimildamynd Hjálmtýs Heiðdal og Sigurðar Skúlasonar, lauk um helgina en 97 sáu hana í vikunni. Alls nam aðsókn 297 manns.

Aðsókn á íslenskar myndir 22.-28. október 2018

VIKURMYNDAÐSÓKNHEILDAR-
AÐSÓKN
STAÐA HEILDAR-
AÐSÓKNAR Í SÍÐUSTU VIKU
8Lof mér að falla1,25350,57649,323
3Undir halastjörnu503 2,911 2,408
3Bráðum verður bylting!97297200
(Heimild: FRISK – Theatrical Box Office Reports Iceland)
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

ÞAÐ NÝJASTA Á KLAPPTRÉ

Fáðu nýjasta efnið á Klapptré í pósthólfið þitt tvisvar í viku, á mánudögum og fimmtudögum.

Þú getur afskráð þig hvenær sem er.

NÝJUSTU FÆRSLUR