[Stikla] Heimildamyndin ÉG ER EINFALDUR MAÐUR, ÉG HEITI GLEB sýnd í Bíó Paradís

Heimildamyndin Ég er einfaldur maður, ég heiti Gleb eftir Ingvar Þórisson er sýnd í Bíó Paradís frá og með deginum í dag.

Rússneskur maður, Gleb Terekhin, skrifar litrík bréf til fjölmiðla og óskar eftir aðstoð við að finna sér eiginkonu og vinnu á Íslandi. Tíu árum síðar rekst Kristján Guðmundsson listamaður á bréfin og finnur í þeim samsvörun við lífsviðhorf sín og félaga sinna í félagi Hreiðars heimska og ákveður að bjóða Gleb til Íslands.

Gestgjafar Gleb er hópur listarmanna sem hrífst af þeirri lífssýn sem tíunduð er í Hreiðars þætti heimska, stuttri sögu sem telst til Íslendingaþátta, en þar er greint frá ævi Hreiðars, manns sem við fyrstu kynni virðist vera heimskur en við nánari kynni er ef til vill klókari og með skýrari sýn á heiminn en margir samferðarmenn hans. Þessir listamenn bundust óformlegum samtökum sem þeir kölluðu félag Hreiðars heimska. Upphafsmennirnir voru Birgir Andrésson og Kristján Guðmundsson. Formaður félagsins í dag er listarkonan Rúna Þorkelsdóttir sem búsett er í Amsterdam. Þetta eru óformleg samtök sem eru hvergi á skrá og félagatal er ekki til.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR