Aðsókn | GULLREGN opnar í fjórða sæti

Sigrún Edda Björnsdóttir fer með aðalhlutverkið í Gullregni.

Gullregn eftir Ragnar Bragason opnar í 4. sæti eftir frumsýningarhelgina með 1,662 áhorfendur.

962 gestir sáu myndina um helgina, en heildaraðsókn með forsýningu er 1,662 áhorfendur.

Þetta er nokkuð lægra en síðasta kvikmynd Ragnars, Málmhaus, sem fékk 2.163 gesti frumsýningarhelgina í október 2013. Heildaraðsókn á Málmhaus nam 5.627 gestum.

Aðsókn á íslenskar myndir 6.-12. janúar 2020

VIKURMYNDAÐSÓKNHEILDAR-
AÐSÓKN
STAÐA HEILDAR-
AÐSÓKNAR Í SÍÐUSTU VIKU
Gullregn962 (helgin)1,662 (með forsýningu)-
(Heimild: FRISK – Theatrical Box Office Reports Iceland)
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR