Heim Fréttir Skjaldborgarhátíð frestað til verslunarmannahelgar

Skjaldborgarhátíð frestað til verslunarmannahelgar

-

Í ljósi farsóttarinnar sem nú geysar hefur verið ákveðið að fresta Skjaldborgarhátíðinni í ár til verslunarmannahelgarinnar, en hún hefur ávallt farið fram um hvítasunnuna.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn hátíðarinnar:

Kæru Skjaldborgarvinir,

Í ljósi þeirra aðstæðna sem nú eru uppi hefur verið ákveðið að fresta Skjaldborgarhátíðinni 2020 þar til um Verslunarmannahelgina 31. júlí – 03. ágúst.

Við ætlum hins vegar að hleypa af stokknum glænýrri heimasíðu og opnum jafnframt strax fyrir umsóknir. Umsóknafrestur er til miðnættis 9. júní. Við minnum á að ef mynd er valin til sýninga á hátíðinni má hún ekki hafa verið sýnd áður á Íslandi.

Við komum til með að bæta fleiru inn á heimasíðuna á næstu vikum, svo sem yfirliti yfir hátíðirnar í gegnum árin og fleiru skemmtilegu til upprifjunar.

Við vonum það besta og vonumst til að sjá ykkur öll á Patreksfirði um Verslunarmannahelgina.

Farið vel með ykkur kæru vinir,

Stjórn Skjaldborgar – hátíðar íslenskra heimildamynda

Sjá uppfærðan vef Skjaldborgar hér: Skjaldborg

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

AGNES JOY framlag Íslands til Óskarsverðlauna

Kvikmyndin Agnes Joy verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2021. Myndin var valin af dómnefnd Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, en í henni í sátu fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, gagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.

Framsókn vill hækka endurgreiðslur í 35% og tífalda veltu

Stór tæki­færi fel­ast í því að styðja enn frek­ar við kvik­mynda­gerð í land­inu og hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni, segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Íslendingar að verða undir í samkeppni um þjónustuverkefni

Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.