Skjaldborgarhátíð frestað til verslunarmannahelgar

Í ljósi farsóttarinnar sem nú geysar hefur verið ákveðið að fresta Skjaldborgarhátíðinni í ár til verslunarmannahelgarinnar, en hún hefur ávallt farið fram um hvítasunnuna.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn hátíðarinnar:

Kæru Skjaldborgarvinir,

Í ljósi þeirra aðstæðna sem nú eru uppi hefur verið ákveðið að fresta Skjaldborgarhátíðinni 2020 þar til um Verslunarmannahelgina 31. júlí – 03. ágúst.

Við ætlum hins vegar að hleypa af stokknum glænýrri heimasíðu og opnum jafnframt strax fyrir umsóknir. Umsóknafrestur er til miðnættis 9. júní. Við minnum á að ef mynd er valin til sýninga á hátíðinni má hún ekki hafa verið sýnd áður á Íslandi.

Við komum til með að bæta fleiru inn á heimasíðuna á næstu vikum, svo sem yfirliti yfir hátíðirnar í gegnum árin og fleiru skemmtilegu til upprifjunar.

Við vonum það besta og vonumst til að sjá ykkur öll á Patreksfirði um Verslunarmannahelgina.

Farið vel með ykkur kæru vinir,

Stjórn Skjaldborgar – hátíðar íslenskra heimildamynda

Sjá uppfærðan vef Skjaldborgar hér: Skjaldborg

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR