spot_img

Þórhallur Gunnarsson: Getum ekki bara verið þjónustumiðstöð fyrir erlend verkefni, bæta verður í sjóðinn

Þórhallur Gunnarsson umsjónarmaður Vertu viss.
Þórhallur Gunnarsson.

Þórhallur Gunnarsson framleiðslustjóri hjá Sagafilm bendir á að sá gríðarlegi vöxtur sem kvikmyndaiðnaðurinn hefur búið við undanfarin ár (með ríflega tvöfaldri veltu í ár miðað við síðasta ár) sé aðallega vegna erlendra verkefna og það sé áhyggjuefni.

Þórhallur ræddi við Morgunútvarp Rásar 2 í morgun og þar kom eftirfarandi fram:

Þórhallur segir að samfélagið njóti góðs af veltuaukningu í kvikmyndaiðnaði vegna þess að öll þjónusta sé talin með. Rætt var við hann í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun þar sem fram kom að velta í kvikmyndaiðnaði aukist úr ellefu milljörðum í fyrra í 24 milljarða í ár.

Þórhallur segir Stöð 2, Símann og RÚV vilja gera meira af íslensku sjónvarpsefni. Flöskuhálsinn sé hinsvegar Kvikmyndasjóður Íslands en fjármögnun þaðan sé oft forsenda fyrir því að fá fjármagn annars staðar frá.

„Við erum með sex seríur núna sem við erum með nánast fullklárar til að fara með í framleiðslu en sjóðurinn er of lítill til að bera þetta,“ segir hann.

Þórhallur segir að auka verði við fjárveitingar til sjóðsins um 200 milljónir á ári. Fyrir hverja krónu sem fari í sjóðinn komi tvær til þrjár til baka í formi skatttekna.

„Ég er ekki að hafna því að erlend verkefni komi hingað og kvikmyndi á Íslandi. Ég vil bara að jafnvægið verði þannig að við verðum ekki bara þjónustumiðstöð fyrir erlend verkefni og getum ekki stutt okkar eigin verkefni. Það er mikilvægt að skrifa okkar eigin handrit og mikilvægt að segja okkar eigin sögur. Það er mikilvægt að verkin okkar sem fjalla um Ísland; við sjáum Rétt og Ófærð, þetta eru seríur sem eru að fara núna út um allan heim með sögunum okkar.“

Sjá nánar hér: „Mikilvægt að segja okkar eigin sögur“ | RÚV

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR