“Ófærð” hlýtur Prix Europa verðlaunin

Ólafur Darri Ólafson og Ilmur Kristjánsdóttir í Ófærð. (Ljósmynd Lilja Jonsdottir-RVK Studios)
Ólafur Darri Ólafson og Ilmur Kristjánsdóttir í Ófærð. (Ljósmynd Lilja Jonsdottir-RVK Studios)

Þáttaröðin Ófærð úr smiðju Baltasars Kormáks hlaut í kvöld Prix Europa verðlaunin fyrir leikið sjónvarpsefni. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt sjónvarpsefni vinnur til þessara virtu verðlauna.

Fyrir nokkrum árum vann dansk/sænska serían Brúin til þessara sömu verðlauna.

Alls 26 þáttaraðir voru tilnefndar til verðlaunanna í þessum flokki.

Skarphéðinn Guðmundsson og Erna Kettler hjá RÚV taka á móti verðlaununum í Berlín fyrr í kvöld.
Skarphéðinn Guðmundsson og Erna Kettler hjá RÚV taka á móti verðlaununum í Berlín fyrr í kvöld.

Prix Europa verðlaunin eru veitt fyrir bæði sjónvarps- og hljóðvarpsefni, auk efnis á netinu. Þau voru stofnuð 1987 og eru sameiginlegt verkefni EBU (Sambands evrópskra útvarpsstöðva), Evrópuráðsins, Evrópusambandsins og flestra stærstu almannaútvarpsstöðva Evrópu.

Ófærð var m.a. tekin á Siglufirði á síðasta ári og skartaði Ólafi Darra Ólafssyni, Ilmi Kristjánsdóttur og Ingvari Sigurðssyni í aðalhlutverkum. Hún er byggð á hugmynd Baltasars Kormáks en handritið var skrifað af þeim Sigurjóni Kjartanssyni og Clive Bradley. Framleiðendur eru Baltasar Kormákur og Magnús Viðar Sigurðsson hjá RVK Studios.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR