Þessir 132 íslenskir leikstjórar hafa sent frá sér kvikmyndir á undanförnum fjórum árum

Leikstjórar íslenskra kvikmyndaverka; bíómynda, heimildamynda, stuttmynda og sjónvarpsverka – eru stærri hópur en kannski mætti halda. Alls eru 132 slíkir taldir til á síðum Klapptrés síðan miðillinn fór í loftið um miðjan september 2013.

Verkin spanna allan skalann; frá umfangsmiklum bíómyndum og þáttaröðum til ódýrra stuttmynda. Slatti hefur sent frá sér nokkur verk á tímabilinu en flestir eitt. Einhverjir sem hér eru nefndir hafa enn ekki sýnt verk sitt opinberlega en eru langt komnir í framleiðslu og frumsýning væntanleg.  Alls eru 46 konur á listanum, eða rúmur þriðjungur.

Mögulegt er að einhverjir hafi farið hjá garði í þessari upptalningu og er þá beðist velvirðingar á því. Athugasemdir sendist hingað. Viðmiðið er opinber sýning viðkomandi verks, þ.e. sýning sem almenningur hefur aðgang að. Listinn verður því uppfærður eftir þörfum.

Listinn er settur fram til að gefa tiltekna vísbendingu um umfang íslenskrar kvikmyndagerðar. Hann er unnin uppúr efnisorðalista (tags) Klapptrés, en þar er að finna yfir 2,600 mismunandi efnisorð (efnisorðalistann í heild má skoða hér.

Í fréttum og öðru efni Klapptrés er að sjálfsögðu einnig að finna nöfn fjölda annarra sem koma að kvikmyndagerð, t.d. leikara, handritshöfunda, framleiðenda, tökumanna, hljóðmanna, tónskálda, klippara, leikmyndahönnuða, brellumeistara og margra annarra.

Hér er listinn í stafrófsröð:

Alma Ómarsdóttir
Anna Gunndís Guðmundsdóttir
Anna Þóra Steinþórsdóttir
Anton Sigurðsson
Ari Alexander Ergis Magnússon
Arnór Pálmi Arnarsson
Ágúst Guðmundsson
Árni Ólafur Ásgeirsson
Árni Sveinsson
Ása Helga Hjörleifsdóttir
Ásdís Thoroddsen
Ásgrímur Sverrisson
Ásthildur Kjartansdóttir
Baldvin Z
Baltasar Kormákur
Benedikt Erlingsson
Bergur Bernburg
Birgitta Sigursteinsdóttir
Bjarni Haukur Þórsson
Björn B. Björnsson
Björn Hlynur Haraldsson
Bragi Þór Hinriksson
Brynja Dögg Friðriksdóttir
Börkur Sigþórsson
Dagur Kári
Davíð Óskar Ólafsson
Dúi J. Landmark
Dögg Mósesdóttir
Einar Baldvin Arason
Einar Þorsteinsson
Einar Þór Gunnlaugsson
Elfar Aðalsteins
Elsa María Jakobsdóttir
Elvar Gunnarsson
Erlingur Óttar Thoroddsen
Eva Sigurðardóttir
Eydís Eir Björnsdóttir
Eyþór Jóvinsson
Friðrik Þór Friðriksson
Gagga Jónsdóttir
Gaukur Úlfarsson
Grímur Hákonarson
Guðbergur Davíðsson
Guðmundur Garðarsson
Guðmundur Arnar Guðmundsson
Guðmundur Bergkvist
Guðný Rós Þórhallsdóttir
Guðrún Ragnarsdóttir
Gunnar Hansson
Gunnar Karlsson
Hafsteinn Gunnar Sigurðsson
Halla Kristín Einarsdóttir
Hallur Örn Árnason
Hannes Þór Halldórsson
Harpa Fönn Sigurjónsdóttir
Hákon Már Oddsson
Haukur Sigvaldason
Helena Harsita Þingholt
Helga Arnardóttir
Helga Rakel Rafnsdóttir
Herbert Sveinbjörnsson
Hjálmtýr Heiðdal
Hlynur Pálmason
Hrafnhildur Gunnarsdóttir
Hrund Gunnsteinsdóttir
Hugleikur Dagsson
Hulda Rós Guðnadóttir
Inga Lísa Middleton
Ingvar Þórisson
Ísold Uggadóttir
Jakob Halldórsson
Jóhann Sigfússon
Jón Atli Jónasson
Jón Egill Bergþórsson
Jón Gnarr
Jón Karl Helgason
Jörundur Ragnarsson
Karl Lilliendahl
Karna Sigurðardóttir
Katrín Björgvinsdóttir
Katrín Ólafsdóttir
Kári G. Schram
Kolfinna Baldvinsdóttir
Konráð Gylfason
Kristín Jóhannesdóttir
Kristín Ólafsdóttir
Kristján Loðmfjörð
Kristófer Dignus Pétursson
Lars Emil Árnason
Logi Hilmarsson
Lovísa Lára Halldórsdóttir
Magnús Jónsson
María Guðmundsdóttir
María Jónsdóttir
María Reyndal
Marteinn Þórsson
Nanna Kristín Magnúsdóttir
Olaf de Fleur
Ólafur Rögnvaldsson
Óskar Jónasson
Óskar Þór Axelsson
Pétur Einarsson
Pétur Kristján Guðmundsson
Ragnar Bragason
Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir
Reynir Lyngdal
Rúnar Rúnarsson
Sigurður Anton Friðþjófsson
Sigurður Skúlason
Silja Hauksdóttir
Snævar S. Sölvason
Sólveig Anspach
Steingrímur Dúi Másson
Sveinn M. Sveinsson
Sævar Guðmundsson
Sölvi Tryggvason
Tinna Hrafnsdóttir
Ugla Hauksdóttir
Una Lorenzen
Valdimar Jóhannsson
Vera Sölvadóttir
Viðar Víkingsson
Yrsa Roca Fannberg
Þorfinnur Guðnason
Þorkell Ágúst Óttarsson
Þorkell Harðarson
Þorsteinn J. Vilhjálmsson
Þór Ómar Jónsson
Þóra Hilmarsdóttir
Þóranna Sigurðardóttir
Þórður Pálsson
Örn Marinó Arnarson


Uppfært 9.11.17: Í upphaflegri frétt var getið 126 leikstjóra. Eftir nánari skoðun og ábendingar eru þeir nú 132.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR