Heim Bransinn Kvikmyndagerðarmönnum býðst starfsaðstaða í Gufunesi

Kvikmyndagerðarmönnum býðst starfsaðstaða í Gufunesi

-

Gufu­nes sam­kvæmt ný­legri vinn­ingstil­lögu fyr­ir svæðið. (Mynd/​Reykja­vík)

Félag kvikmyndagerðarmanna hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að kvikmyndagerðarmönnum bjóðist að leigja pláss í Gufunesi, en þar mun hugmyndin vera að byggja upp svokallaðan kvikmyndaklasa.

Áður hefur komið fram að Baltasar Kormákur og félag hans RVK Studios, hafi fest kaup á húsnæði á svæðinu og hafi fyrirætlanir um uppbyggingu á svæðinu.

Auglýsing FK fer hér:

Félag kvikmyndagerðarmanna FK í samstarfi við Kvikmyndaklasann, auglýsir til leigu starfsaðstöðu fyrir sjálfstætt starfandi kvikmyndagerðarmenn sem og tengdar greinar t.d. hljóð- og grafískahönnun sem og hreyfimyndagerð, kvikun, margmiðlun og sýndarveruleika í Gufunesi.

Um ræðir afmörkuð vinnurými sem eru á bilinu 7-22 fm sem leigjast til langtíma á mjög hóflegu fermetraverði. Einnig er hægt að leigja sér aðstöðu í opnu rými fyrir þá sem nægir borðpláss. Örklasar, lítil fyrirtæki (3 starfmenn eða færri) og eða einstaklingar í kvikmyndagerð eru sérstaklega hvött til þess að sækja um að leigja starfsrými.

Ætlunin er að byggja sjáfstætt samfélag sem styður þá sem innan þess starfa og hlúa að starfsemi á sem breiðustum grundvelli.

STÚDÍÓ 1

Á þriðju hæð hússins verður aðgengi að litlu stúdói (ca 48fm) og fundaraðstöðu sem þeir sem starfa innan kvikmyndaklasans geta fengið aðgengi að á mjög hóflegu verði.

MIÐJAN

Í þróun er hugmynd innan Kvikmyndaklasans sem kallast miðjan en þar er ætlunin að styðja sérstaklega við frumkvöðlastarf og nýsköpun í kvikmyndagerð. Þar verður í boði gjaldfrjáls starfsaðstaða auk þess aðgangur að ráðgjöf og öðrum stuðningi við þróun hugmynda.  Þetta verður auglýst sérstaklega síðar.

TAKTU ÞÁTT Í AÐ ÞRÓA FRAMTÍÐ KVIKMYNDAGERÐAR Í GUFUNESI

Við bjóðum þeim sem hafa áhuga á að taka þátt í þessu tilraunaverkefni að hafa samband við okkur hér að neðan. Í boði er starfsaðstaða sem er tilbúin frá með 1. febrúar á mjög hóflegri leigu sem inniheldur hita, rafmagn, internet, þrif á almennu rými, aðgengi að kaffistofu, kaffi og aðgengi að frábæru samfélagi Kvikmyndaklasans.

Leigusamningur með 3 mánaða uppsagnarfresti

Áhugsamir hafi samband við:

Hrafnhildi Gunnarsdóttur , formadur@filmmakers.is

Guðberg Davíðsson, garpur@simnet.is

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

Framsókn vill hækka endurgreiðslur í 35% og tífalda veltu

Stór tæki­færi fel­ast í því að styðja enn frek­ar við kvik­mynda­gerð í land­inu og hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni, segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Íslendingar að verða undir í samkeppni um þjónustuverkefni

Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.

Wonder Woman, Ísland og framtíðin

Warner Bros. hefur tilkynnt að Wonder Woman 1984 verði frumsýnd samtímis í kvikmyndahúsum og á streymisveitu þeirra, HBO Max, þann 25. desember næstkomandi. Þetta eru enn ein tímamótin í sögu kvikmyndanna sem heimsfaraldurinn hefur ýtt undir. Hvað gæti þetta þýtt fyrir íslenskar kvikmyndir?

Netflix, RÚV og ZDF á bakvið ÓFÆRÐ 3

Netflix, RÚV og ZDF, ein stærsta sjónvarpsstöð Þýskalands, koma að framleiðslu þriðju syrpu þáttaraðarinnar Ófærð, sem nú kallast Entrapped. Tökur standa yfir.