Heim Bransinn Ný samantekt sýnir umfang íslensks myndmiðlaiðnaðar

Ný samantekt sýnir umfang íslensks myndmiðlaiðnaðar

-

Ný samantekt Hagstofunnar fyrir SÍK (sem vísað er til hér) á helstu hagstærðum íslensku kvikmynda- og sjónvarpsgreinarinnar á undanförnum árum sýnir umfang hennar í nýju ljósi. Meðal ársvelta nemur rúmum 27 milljörðum króna og meðalfjöldi starfa er 1,806 en 3,431 með afleiddum störfum. Í þessu mengi eru öll framleiðslufyrirtæki og sjálfstætt starfandi ásamt sjónvarpsstöðvunum.

MYND 1: Velta og útflutningur

Myndin hér að neðan sýnir veltu greinarinnar 2014-2019, útflutning í milljónum króna og fjölda starfandi fyrirtækja eftir flokkum.

Athugið að atvinnugreinaflokkunin ISAT 59.11 stendur fyrir framleiðslu á kvikmyndum, myndböndum og sjónvarpsefni og er ætlað að ná utan um framleiðslufyrirtækin og sjálfstætt starfandi, en ISAT 60 stendur fyrir útvarps- og sjónvarpsútsendingar; dagskrárgerð og miðast við sjónvarpsstöðvarnar og innanhússframleiðslu þeirra.

Súluritið efst til vinstri sýnir árlega heildarveltu en súluritið hægra megin sýnir árlega veltu framleiðsluhlutans eingöngu.

Í miðjunni er svo heildarútflutningur og súluritið sýnir skiptingu eftir árum.

Neðst er svo fjöldi skráðra fyrirtækja eftir flokkun Hagstofunnar.

(Smelltu á mynd til að stækka).

MYND 2: Vinnuafl

Myndin að neðan sýnir fjölda starfsmanna í myndmiðlaiðnaði (ISAT 59.11 og ISAT 60), sundurliðað með mismunandi hætti. Einnig hlutföll launþega og sjálfstætt starfandi. Í bláa boxinu koma fram upplýsingar um  heildarfjölda starfa að afleiddum störfum meðtöldum.

Þegar súluritin vinstra megin eru skoðuð skal bent á útskýringar hugtaka í þeim neðst á myndinni.

(Smelltu á mynd til að stækka).

MYND 3: Opinber framlög

Myndin að neðan sýnir sundurliðuð opinber framlög til greinarinnar efst (RÚV, Kvikmyndamiðstöð/sjóður, Endurgreiðslan og Kvikmyndasafn).

Í miðjunni eru borin saman opinber framlög til Kvikmyndasjóðs og til endurgreiðslunnar 2014-2018 við útflutningstekjur framleiðsluhluta greinarinnar á sama tímabili. Útflutningstekjurnar eru 51% hærri upphæð.

Neðst er svo að finna hlutfall endurgreiðslunnar af veltu framleiðsluhlutans og skiptingu endurgreiðslu eftir tegundum verkefna.

(Smelltu á mynd til að stækka).

 

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

Ástralska útgáfan af HRÚTUM gerir það gott í heimalandinu, Sam Neill tilnefndur sem besti leikari í aðalhlutverki

Rams, ástralska útgáfan af Hrútum Gríms Hákonarsonar með Sam Neill í aðalhlutverki, er að gera það gott í kvikmyndahúsum Ástralíu þessa dagana. Myndin opnaði í efsta sæti og hefur nú verið sýnd í fimm vikur við miklar vinsældir.

Stiklur þriggja væntanlegra heimildamynda, SÓLVEIG MÍN, HÆKKUM RÁNA og THE AMAZING TRUTH ABOUT DADDY GREEN

IDFA heimildamyndahátíðin sem nú stendur yfir, hefur birt stiklu þar sem þrjár væntanlegar íslenskar heimildamyndir eru kynntar, Sólveig mín eftir Körnu Sigurðardóttur og Claire Lemaire Anspach, Hækkum rána eftir Guðjón Ragnarsson og The Amazing Truth about Daddy Green eftir Olaf de Fleur. Stikluna má skoða hér.